fbpx

Nýtt: Chubby Sticks fyrir augun

AugnskuggarAuguCliniqueÉg Mæli MeðLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNáðu LúkkinuNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég reikna nú bara með því að margar ykkar kannist við Chubby Sticks varalitina frá Clinique. Ef þið eruð aðdáendur þeirra þá efast ég ekki um að þið verðið ánægðar með þær fréttir að nú eru fáanlegir Chubby Sticks fyrir augun. Ég fékk 4 liti til að prófa og ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég er búin að prófa þónokkuð margar tegundir af svona stórum augnskuggapennum og þessir frá Clinique eru að mínu mati lang þæginlegastir í notkun.

Ég er með frekar viðkvæm augu og stundum finnst mér óþæginlegt að nudda augun of mikið – sérstaklega af því ég er með linsur sem færast til ef ég nudda augnlokin of mikið. Liturinn rennur auðveldlega yfir augun, hann er þéttur og oddurinn á pennunum er breiður og kúptur svo hann smellpassar í globus línuna. Svo getið þið annað hvort notað augnskuggabursta eða bara fingurna til að laga litinn aðeins til. Ég notaði blöndunarbursta til að dreifa úr litnum og fá svona smoky áferð á augun. 

Nú er ég búin að prófa næstum alla litina sem ég fékk – þennan ljósa og græna notaði ég í myndatöku um daginn fyrir leyniverkefnið og hér fyrir neðan er ég með þennan blágráa. Ég prófaði hann í smá flýti þar sem ég vildi sýna ykkur hvernig hann kæmi útá mér. Ég var nú þegar komin með maskara svo ég strauk bara nóg af litnum yfir augnlokin og dreifði svo úr honum. Bætti svo aðeins við maskarann – mér datt því í hug að þetta væri fullkominn förðunarvara til að vera með í snyrtibuddunni yfir daginn svo ef þið lendið í því að þið eruð að fara eitthvað fínt beint eftir vinnu er fljótlegt að skella bara smá Chubby Sticks á augun.

Ég fékk ábendingu um að nota ljósa litinn sem highlighter sem ég gerði í myndatökunni og það kom bara ótrúlega vel út. Áferðin sem hann gaf húðinni var mjög falleg og náttúruleg. Hann er líka flott að nota undur augabrúnir til að að gefa smá highlight og sem augnskuggagrunn – þá til að ýkja púðurliti sem þið setjið yfir.

Við gráa litinn fannst mér passa best að vera svo með bleikan gloss, þessi er frá MAC. Þó svo mér finnist dáldið skrítið að vera allt í einu komin með gloss á varirnar eftir að hafa nánast bara verið með varaliti síðasta árið er þessi að venjast vel.

Ég get lofað því að þið eigið allar eftir að geta notað þessa vöru frá Clinique. Þetta tók mig 2 mínútur svo þetta ætti ekki að taka ykkur mikið lengri tíma en það – ég tek þá fyrir í video umfjöllun við tækifæri til að sýna ykkur hvernig ég nota þá.

Næst tek ég klárlega fyrir samanburð á svona stórum augnskuggablýöntum – hljómar það ekki vel ;)

EH

Bestu vinir

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. lára

    2. September 2013

    hver helduru að henti bláum augum best?
    og helduru að gráblái (sem er á myndinni) fari bláum augum vel hehe? :)

  2. Hilrag

    3. September 2013

    þetta virkar eitthvað svona idiot-proof og solid fyrir mig! haha

    kemur vel út

    xx

  3. Berglind

    3. September 2013

    Mjög flott og einfalt! Glossinn er líka flottur, hvað heitir hann?

  4. Helena Friðjónsdóttir

    13. October 2013

    Fást þeir í hagkaup?