fbpx

Nýmóðins Naglaskraut

Fylgihlutir

Ég var að renna yfir bjútímyndir frá Haute Couture sýningunum fyrir haustið 2013-14 og rakst á þessa hér frá Chanel…Ég hafði ekki tekið eftir þessum hringjum á neinni annarri mynd frá sýningu tískuhússins og varð að deila þessu með ykkur. Þessir hringir líta nú út fyrir að vera ekki heilir heldur bara kræktir utan yfir nöglina.

Mér finnst nú mjög flott að vera með minni hringi sem festast þá ofan á fingurna eins og fyrirsætan er líka með en ég myndi ekki treysta því að naglahringirnir myndu haldast neitt sérstaklega vel…

Hvað finnst ykkur um þetta?

EH

Annað Dress

Skrifa Innlegg