fbpx

Annað Dress

Annað DressLífið MittLúkk

Mér til undrunar áttaði ég mig á því í dag að ég birti aldrei myndir af dressinu mínu frá Kopar kvöldi Trendnet bloggaranna. Undrunin var af sökum þess að ég var ansi ánægð með útkomuna í ljósi þess að ég hef ekki passað í þessi föt í langan tíma…

Kápa: Kolaportið – stóri fatabásinn í horninu
Skyrta: Spúútnik
Buxur: Spúútnik
Skór: Vagabond
Hálsfesti: H&M
Makeup: Makeup Store – meira HÉR

Skyrtuna og buxurnar eignaðist ég meðan ég var enn í Versló ég hef nú alls ekki notað þessar flíkur mikið þær hafa meira verið notaðar af vinkonum sem fá þær í láni en mér sjálfri. Skyrtan er þó nú orðin ein af uppáhalds og gráa kápan passar vel inní sumartískuna – mér finnst eiginlega bara allar stelpur eiga víða, þunna, midi kápu þessa stundina eruð þið ekki sammála?

EH

Margt smátt gerir eitt stórt

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1