fbpx

Nýjustu snyrtivörukaupin

Ég Mæli MeðElizabeth ArdenGuerlainLífið MittMACNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Þegar maður skilar af sér yfir 90 blaðsíðna blaði þá finnst mér að maður eigi skilið að dekra smá við sjálfan sig svo ég gerði mér ferð á Tax Free í Hagkaupum um daginn og keypti mér þrjár vörur sem mig langaði í. Auk þess kom ég við í MAC í Kringlunni og keypti nýjasta varalitinn í Viva Glam línunni sem er hönnun söngkonunnar Miley Cyrus. Ég vil helst alltaf kaupa reglulega Viva Glam lit til að styrkja MAC Aids Fund en allur ágóði af sölu varalitanna og glossanna úr Viva Glam línunni renur óskiptur í sjóðinn. Varalitinn keypti ég auðvitað á fullu verði það er ekki afsláttur inní MAC ;)

Hér sjáið þið nýjustu snyrtivörukaupin…

varaðkaupa

Eins og ég sagði ykkur í Topp 10 færslunni minni var ég búin að ákveða að næla mér í Météorites Baby Glow kremið úr vorlínu Guerlain. Kremið er í raun litað dagkrem með miklum ljóma, ég tók að sjálfsögðu ljósasta litinn. Kremið er með léttri/miðlungs þekju svo það er flott eitt og sér eða undir annan farða til að fá ljóma. Hin varan er svo Green Tea Body Cream frá Elizabeth Arden, þetta er bara eitt það besta líkamskrem sem ég hef prófað, það ilmar dásamlega og gefur svo góða næringu. Það er reyndar á virkilega góðu verði svo plúsinn er að maður þarf ekki að leyfa sér bara á Tax Free – svo er það líka drjúgt svo það endist vel og lengi. Þegar ég hef verið að nota þetta set ég engan ilm á mig því ég vil bara leyfa ilminum af kreminu að njóta sín.

Ég greip svo eina vöru í flýti og án þess að pæla frekar í því. Það er alltof langt síðan ég hef átt Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden en þetta er ein af þessum snyrtivörum sem er sannarlega legend í snyrtivöruheiminum. Fyrir mér er þetta græðandi smyrsl sem má nota á allt andlitið, á varirnar, á þurrkubletti eða kuldaexem – þetta er dásamleg vara. Ég hef verið að nota næturkremið í línunni líka sem er virkilega gott og nærandi og það róar vitin með léttri lavander lykt.

Ég vona að þið skoðið nýja Viva Glam litinn svo, liturinn er æpandi bleikur og Miley segir sjálf að hún hafi viljað að hann yrði svona ekta tyggjógúmmíbleikur – ég hlakka líka bara til að sjá hinn varalitinn sem hún hannar sem kemur líklega í sölu í haust. Á hverju ári er útnefndur talsmaður Viva Glam sem hannar venjulega 2 liti á ári. Þessi fer í næstu varalitadagbók það er enginn vafi á því.

Ég er virkilega ánægð með þessu kaup og hlakka til að sýna ykkur ljómakremið og varalitinn betur. Síðasti séns í dag að nýta sér Tax Free dagana í Hagkaup :D

EH

Ég er sólgin í sítrónur!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Svana Lovísa

    16. February 2015

    Alltof langt síðan ég keypti mér þetta body lotion…elskaði það í denn. Kannski marr kíki við í dag:)

  2. Hildur Ragnars

    16. February 2015

    Þetta er uppáhalds body lotionið mitt að eilífu amen

  3. Frida

    16. February 2015

    Ég held ég verði að prófa þetta eight hour krem búin að heyra svo mikið um það, svo finnst mér baby glow kremið hljóma vel, hlakka til að sjá hvernig það kemur út hjá þér :)

  4. Inga Rós

    16. February 2015

    Þetta body krem minnir mig alltaf á mömmu, hún notaði þetta svo mikið einu sinni :D

  5. Birna Bryndís

    17. February 2015

    Ég er einmitt búin að nota Eight hour kremið nánast daglega í mörg ár, þetta er besta krem sem til er :) systir mín spyr oft hvort hún megi fá smá After eight krem hoho. Ég er líka mjög hrifin af Green Tea Body kreminu. Annars hef ég verið að leita að lituðu dagkremi lengi þar sem það er orðið vel langt síðan mitt var tekið úr sölu hér heima. Það væri kannski ágætt að þurfa ekki alltaf að byrgja sig upp í útlöndum! Veistu hvort Météorites Baby Glow kremið fæst í Hagkaup?

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. February 2015

      Jább:) Baby Glow fæst í Hagkaup Holtagörðum – Guerlain vörurnar fást bara í þeirri Hagkaupsverslun :) Það er alveg æðislegt!

  6. lara

    17. February 2015

    Hvað kostar baby glow farðinn :)?

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. February 2015

      ohh… heyrðu mig minnir að fullt verð hafi verið um 10.000kr – ef ég finn kvittunina þá skal ég laga verðið svo það verði nákvæmt ;) Guerlain vörurnar fást svo bara í Hagkaup Holtagörðum :)

      • lara

        19. February 2015

        Ok, takk :)