fbpx

Ég er sólgin í sítrónur!

Lífið MittMeðganga

Fyrsta meðgöngufíknin hefur gert vart við sig á mínu heimili svo um munar! Sem betur fer þá er fíknin talsvert betri og hávaðaminni en sú á síðustu meðgöngu þar sem ég drakk óheyrilegt magn af Coca Cola og bruddi klaka eins og vitleysingur – nú er ég sólgin í sítrónur.

Ég klára sirka 2 sítrónur á dag, það er helst safinn sem ég vil svo ég kreysti þær eins og ég get og narta aðeins í aldinkjötið sem situr eftir. Ég drekk safan, sker sítrónur útí ískalt vatn en uppáhalds uppáhalds er að kreysta safa úr 1/3 af sítrónu í glas og blanda hreinum toppi útí – besta sem ég veit þessa dagana!

c9ba40982f71f63a8ba792fa05c81bb8

Sem betur fer er ágætlega gott að vera sólgin í sítrónur þar sem það hefur mikla kosti með sér…

Sítrónur innihalda:

  • Kalsíum
  • Járn
  • Magnesíum
  • Vítamín B1
  • Vítamín B2
  • Vítamín B3
  • Vítamín B5
  • Vítamín B6
  • Vítamín B9
  • Vítamín C

Svo nokkir hlutir séu nefndir ég fæ bara alls ekki nóg af sítrónum en ég vil bara sítrónurnar sjálfar ekkert endilega límonaði eða sítrónukökur eða þannig. Verst að þær eru dáldið súrar sem getur verið dáldið erfitt svona þegar maður þolir súrt ekkert svakalega vel og vill ekkert meira en að taka bara bita úr sítrónum!

En 100gr af sítrónu inniheldur 64% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni sem mér finnst mikill kostur. Ég hef alltaf verið hrifnari af því að fá vítamín og orku úr fæðu heldur en með hjálp taflna svo ég hef t.d. rosalega gaman að segja ömmu minni frá þessu sem getur tautað lengi yfir heilsuleysi ólétta barnabarnsins hennar.

Ég er svakalega ánægð með þessa fíkn og nú dreymir mig bara um einhverja glæsilega græju til að hjálpa mér að ná öllum safanum úr sítrónunum – ef þið getið mælt með einhverju látið mig endilega vita í athugasemdum hér fyrir neðan. Það verður nú að segjast að sítrónur séu talsvert betri fíkn en kók:)

EH

Náttúrulegur svitalyktareyðir sem virkar

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. .

    15. February 2015

    Passa bara tennurnar, sítrónur eyða glerungi tannanna :)

  2. Katrín

    15. February 2015

    Það er til snilldar sítrónukreistari í Hagkaup! :) gulur á litinn og alles

    • Reykjavík Fashion Journal

      15. February 2015

      Já er hann góður!! Veistu ég er svo oft búin að halda á honum í höndunum og hætti alltaf við – endurskoða það ;)

  3. Guðrún

    15. February 2015

    Rosa gott að drekka bara með röri til að passa uppá tennurnar :)

  4. Thorunn

    15. February 2015

    sítrónupressan úr Hagkaup er snilld :)

  5. Rut Rúnarsdóttir

    16. February 2015

    Ég á æðislega rafmagns sítruspressu frá Solis. Algjör snilld fyrir sítrónuvatnið og appelsínusafann :)

  6. Berta María

    5. March 2015

    Ég er gengin 20 vikur með mitt 3ja barn og er buin að vera óð í sítrónur alla meðgönguna…. Venjulega hata ég allt súrt en núna elska ég að skera niður sítrónu í vatn með klökum og borða svo sítrónusneiðarnar eins og appelsínur :) hef aldrei áður verið með meðgöngu “cravings” !!