fbpx

Náttúrulegur svitalyktareyðir sem virkar

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég fékk skemmtilegt tækifæri um daginn til að fræðast um vörurnar sem eru í boði í nýrri vefverslun freyjaboutique.is. Ég hef alltaf ótrúlega gaman af því að kynnast nýjum merkjum sem ég hef ekki prófað áður og það eru mörg merki í versluninni sem ég ætla að segja ykkur betur frá seinna en varan sem vakti samstundis athygli mína var þessi lífræni svitalyktareyðir…

Fyrir þá sem þekkja mig vita að ég pæli lítið sem ekkert í svitalyktareyðum eða hvað er í þeim og ég hef notað þann sama svo árum skiptir. En það var eitthvað við þennan – vöruna og formúluna sem vakti forvitni mína og ég bara varð að prófa þennan. Ég hef aðeins pælt meira í þessu eftir að Karen Lind skrifaði um állausan svitalyktareyði fyrir nokkru síðan og þá svona áttaði ég mig á því að já kannski er þetta eitthvað sem ég þarf að pæla aðeins meira í – en maður er nú alltaf að læra ;)

lífrænndeo2

Svitalyktareyðirinn er frá merki sem heitir Schmidt’s og hann er fáanlegur með 4 mismunandi ilmum og svo er til ilmlaus, þessi sem ég valdi mér ilmar virkilega vel hann er svona frískandi og róandi ilmur, ekki of ýktur eða áberandi. Formúlan er kremkennd og hún gefur húðinni mjúka og þægilega áferð, eyðirinn þornar strax á húðinni og endist allan daginn.

Það sem er alveg einstakt við þennan eyði er að hann er úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum – í lýsingu um hann segir að þau gera lykt hlutlausa og draga í sig raka án áls eða annarra skaðlegra efna.

lífrænndeo

Eyðirinn kemur í svona krukku með sköfu, ég var í smá tíma að átta mig á því hvað ég þyrfti mikið af eyðinum og þegar ég notaði hann fyrst þá stóð Aðalsteinn og starði á mig – hann skildi ekkert hvað ég var að gera að nudda höndunum undir handakrikana mína – ég gat ekki álásað honum undrun sína, þetta var ábyggilega mjög skrítið. En síðan þá hef ég vanist þessu og ég er búin að nota hann í viku núna. Fyrsta daginn setti ég ekki nógu mikið á húðina ég vissi heldur ekki þannig lagað hvað þyrfti mikið en svo bætti ég bara við daginn eftir við það magn sem ég setti áður og þá virkaði hann vel allan daginn.

Svitalyktareyðirinn kostar 2.600kr og þið getið valið ykkar ilm HÉR. Ég gef honum mín meðmæli hann virkar mjög vel á mig og plúsinn er að hann er alveg náttúrulegur svo nú get ég hætt að hafa áhyggjur af því að ég sé að nota slæman svitalyktareyði því ég er virkilega sátt með þennan.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Rauðar varir í dag...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lena Rut Kristjánsdóttir

    15. February 2015

    Er sterk lykt af honum?