fbpx

Rauðar varir í dag…

InnblásturVarir

Í dag er dagur ástarinnar, Valentínusardagurinn. Þetta er dagur sem við hér á Íslandi erum kannski ekki vön að halda uppá, ég geri það ekki en ég held að það sé reyndar að færast í aukana að íslensk pör fagni þessum degi og ekki ætla ég að standa í vegi fyrir það. Það er svo sem alltaf dásamlegt að fagna ástinni og við ættum kannski að reyna að nýta hvert tækifæri sem við fáum til að hylla hana því hún er sannarlega dásamleg tilfinning.

Valentínusardagurinn er dagur ástarinnar það þarf ekkert endilega að gefa gjafir, eða kaupa eitthvað til að halda uppá daginn það er líka bara hægt að ákveða að eyða deginum saman hvort sem það er að fara útí göngutúr, fara útað borða eða bara hanga heima yfir góðri þáttaröð. Svo er líka annað ráð og það er að setja upp rauðan varalit – rauðar varir minna mig alltaf á tvennt – jólin og ástina.

Hér er smá innblástur frá mér til ykkar sem vilja skarta rauðum vörum í dag. Mér finnst stundum alveg magnað hvað þessi fallegi varalitur getur gert fyrir litarhaftið og fyrir ásýnd andlitsins – hann færir gleði yfir andlit allra og gerir okkur allar stórglæsilegar, ekki það að við höfum ekki verið það fyrir ;)

Njótið dagsins með ykkar nánustu og fögnum ástinni með rauðar varir að vopni!

EH

Topp 10 listinn fyrir Tax Free

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Kristrún Ósk Huldudóttir

    14. February 2015

    Veistu hvar er hægt að fá svona flottan mattan rauðan eins og á efstu myndinni?