fbpx

Nýjustu netkaupin

FallegtFörðunarburstarFyrir HeimiliðLífið MittReal Techniques

Ég get nú ekkert sagt að árið hafi byrjað neitt sérstaklega vel þegar kemur að heilsufari mínu en mikil veikindi hafa hrjáð mig – þessa sem hefur ekki tíma til að vera veik – síðan um áramótin og ég held ég sé loksins að læra það að ég þurfi aðeins að slaka á og leyfa þeim að klárast og gefa svo í. En á meðan ég hef verið liggjandi fyrir hef ég alveg óvart leiðst útá braut innkaupa á netinu…

Ég er sérstaklega ánægð með kaupin og mjög spennt að fá báðar sendingarnar og ég vona að mögulega munið þið líka verða spennt fyrir komu þeirra þar sem það getur vel verið að ég muni gefa með mér – tja alla vega eitt af þessu :)

Ég skrifaði um þennan dásamlega múmínbolla fyrir jólin en hann var á mínum óskalista fyrir jólin, ég vissi þó reyndar að það væri lítil von á því að ég gæti fengið hann því sala á honum hófst ekki fyr en í byrjun ársins. Ég er núna búin að kaupa mér einn og já ég keypti annan sem ég hyggst gefa heppnum lesanda sem er jafn hrifinn af múmín og ég! En þessi bolli er 70 ára afmælisbollinn og mér finnst hann ofboðslega flottur sérstaklega vegna þess hve einstakur hann er en hann lítur út eins og hús múnínfjölskyldunnar.

tumblr_inline_nhuup9wB391qa4l1lEf ykkur langar líka í þennan bolla þá fæst hann hér – 70 ÁRA MÚMÍN AFMÆLISBOLLINN – ég kaupi allt mitt múmín að utan á þessari síðu þ.e. það sem ekki fæst hér á landi og hef einnig í samstarfi við hana gefið lesendum afslátt. Þetta er frábær vefverslun sem er sinnt rosalega vel og ég mæli eindregið með henni. Bollinn er ekki fáanlegur á Íslandi ennþá eftir því sem ég best veit en hann hlýtur að koma.

Hitt sem ég er búin að vera að festa kaup á eru að sjálfsögðu Bold Metals burstarnir frá Real Techniques sem ég get ekki beðið eftir að fá að prófa. Ég hef sjaldan verið jafn spennt að prófa nokkra bursta og vonandi standast þessir væntingar. Fyrir ykkur sem þekkið ekki til þessara bursta þá er þetta lúxus lína sem systurnar hönnuðu sem eru meira hugsaðir fyrir atvinnumenn í faginu – þó svo það geti auðvitað allir notað þá! En vegna þess eru gæðin mun meiri t.d. þegar kemur að hárunum og þeir kosta aðeins meira en þessir klassísku RT burstar.

10409030_828085033915194_4165281676637561768_n

Burstarnir eru samtals 7 talsins – 2 gylltir fyrir grunninn, 2 rósagylltir til að fullkomna áferð förðunarinnar og 3 silfraðir sem eru fyrir augun. Það er ekki búið að staðfesta að þeir komi til landsins en þegar það kemst á hreint þá lofa ég að láta vita, ég er búin að fá fjölmargar fyrirspurnir nú þegar og ég lofa, lofa, lofa að láta ykkur vita! Ég keypti mína í Boots í UK og fékk að senda á vinkonu mína sem býr þar en burstarnir fást líka í ULTA í Bandaríkjunum – en það eru bara þessar tvær verslanir sem selja burstana. Mínir burstar koma til landsins í lok næstu viku og ég er vandræðalega spennt fyrir komu þeirra – eiginlega eins og lítill krakki í sælgætisverslun!

Hlakka til að sýna ykkur alla þessa hluti betur þegar þeir koma til mín***

EH

Hingað læt ég mig ekki vanta!

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

 1. Inga Kristín

  8. January 2015

  Sæl – veistu hver tollurinn er af bollunum ?
  kv.
  Inga Kristín

  • Reykjavík Fashion Journal

   8. January 2015

   Ekki alveg eftir breytingarnar… En það er yfirleitt 10%tollur svo 550kr tollafgreiðslugjald og svo 24%vsk.

 2. Sveinbjörg

  8. January 2015

  Nýji bollinn er geggjaður! Finnst eins og að ég hafi séð einhvers staðar að hann færi ekki í sölu fyrr en í mars…
  En eru verðin á þessari síðu með flutningi?

  • Reykjavík Fashion Journal

   8. January 2015

   Alla vega er hann á leiðinni til mín núna:) ég sá hann fyrst þarna og þarna stóð bara janúar 2015:) en nei flutningur bætist svo við sem eru rúmar tvær evrur:)

 3. Hrefna Rún

  8. January 2015

  Munu burstarnir ekki koma hingað til lands í almenna sölu??

  • Reykjavík Fashion Journal

   8. January 2015

   Eins og ég tek fram hér fyrir ofan þá er það ekki komið á hreint en ég lofa að láta ykkur vita um leið og ég veit eitthvað:)

   • Hrefna Rún

    8. January 2015

    Æðislegt, takk :D

 4. þórdís

  8. January 2015

  Mikið ofboðslega væri ég til i múmínbollann :) held að við séum jafn miklir múmín aðdáendur og þessi fallegi bolli er tilvalinn sem sá 13. Í safnið mitt :)

 5. Þórdís Kelley

  8. January 2015

  Mikið ofboðslega langar mér í þennan múmínbolla :)
  Er held ég alveg jafn mikil múmín aðdáandi og þú og mér finnst æðislegt að lesa bloggið þitt og sérstaklega um múmín.
  Mikið ofboðslega sem ég yrði ánægð að bæta þessum gullfallega bolla í safnið mitt sem telur núna 12 dásamlega bolla :)

  Kv. Þórdís

   • Þórdís Kelley

    9. January 2015

    Geri það alveg pottþétt :)

 6. Helena Jaya Gunnarsdóttir

  8. January 2015

  Veist þú nokkuð hvort Ulta taki við íslensku greiðslukorti?

  • Reykjavík Fashion Journal

   9. January 2015

   Ég held ekki – mér hefur alla vega aldrei tekist það – þeir ná samt að taka frá heimild af kortinu manns sem þeir halda í 30 daga en svo hefur það aldrei farið í gegn hjá mér. Svo ef þú prófar það og það virkar ekki – ekki prófa það aftur því þá taka þeir aftur frá heimild… :(

 7. Yrsa

  9. January 2015

  Er að fara í Boots núna í næstu viku og ætla að kaupa mér bursta. Langar að vita hvaða bursta myndir þú mæla með taka í þessari línu frá RT til að byrja með? Þ.e.a.s ef maður ætlar ekki að fjárfesta í öllum í einu :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   10. January 2015

   ohh! ég þori ekki að segja til um það… ekki fyr en ég er búin að fá þá sjálf og prófa. Mér finnst samt rósagylltu burstarnir fallegastir og báðir þeir burstar eru þeir sem ég er spenntust fyrir að prófa. En Pixiwoo systurnar eru byrjaðar að birta myndbönd fyrir burstana og segja betur frá þeim og hvað þeir gera – kíktu endilega á þau, gætir fengið góð ráð frá þeim :)

 8. Elísabet Kristín Bragadóttir

  9. January 2015

  mig langar svo að RT burstarnir komi til landsins! En guð minn hvað múmín bollinn er mikil dásemd! :D

 9. Inga

  11. January 2015

  vá hvað Múmín bollinn er fallegur .. vonandi kemur hann til landsins, nenni ekki að panta á netinu ;-)