fbpx

Nýjar gersemar

FallegtFylgihlutirIlmirÍslensk HönnunLífið MittNýtt í FataskápnumSS15

Það bætast reglulega nýjar gersemar við fataskápinn og fylgihlutina mína… Ég á ótrúlega bágt með mig í kringum fallega hönnun og það var ein af ástæðum þess sem ég varð að eignast eina af nýjustu hönnun vinkonu minnar Andreu Magnúsdóttur sem er stórglæsileg leðurtaska. Á sama tíma bættist við kimono og ilmur í safnið frá allra uppáhalds tískuhúsinu.

Mér fannst þetta allt passa svo vel saman svo hér sjáið þið þrjár af mínum nýlegustu gersemum í fataskápnum, fylgihlutunum og ilmvatnshillunni…
gersemar

Taska: AndreA Boutique
Kimono: AndreA Boutique
Ilmur: Brit Rythm Florale frá Burberry

gersemar3

Ég hef sagt það svo oft áður að ég er farin að hljóma eins og rispuð plata en mér Burberry er mitt allra uppáhalds tískuhús og mér þykir þessi ilmur svo sannarlega endurspegla klassískar hliðar merkisins. Ilmurinn er nýr af nálinni hjá merkinu og ég fékk þennan til umfjöllunnar í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem þið fáið nú frítt í næstu verslun Hagkaup. Brit Rythm er ilmur sem kom fyrst á markaðinn fyrir ári síðan en Florale útgáfan er sett á markað núna fyrir sumarið en hann er frísklegri útgáfa og svona blómkenndari eins og nafnið gefur til kynna. Ilmurinn er rosalega ferskur og léttur og sumarlegur en sítróna, amber, jasmín og musk eru meðal tóna sem einkenna hann. Það er svo ofurskvísan Suki Waterhouse sem er andlit ilmsins. Mér finnst alltaf voða skemmtilegt þegar tískuhúsið notar þessar eðaldömur Bretlands í stórar herferðir hjá sér en í síðustu ilmvatnsherferð merkisins fyrir ilminn My Burberry eru það Kate Moss og Cara Delevigne sem sitja fyrir. Mæli með að þið skoðið þennan – ég elska glasið það er svo ekta Burberry!

Svo er það taskan… ég dýrka hana og hún er bara orðið veskið mitt. Ég er með allt það nauðsynlegasta í henni – símann, veskið, lyklana, hárteygjur, varasalva, heyrnatól fyrir tölvuna og tyggjó – fyrir mér eru þetta algjörlega ómissandi hlutir en svo er auðvitað alltaf eitthvað sem smyglar sér með sem er misgáfulegt. Kosturinn við að vera með svona litla tösku er að ég get ekki troðið endalaust í hana en ég á það til að vera með alls konar dót með mér sem ég þarf ekkert á að halda. Andrea sjálf sagði mér að hún er oft með þessa litlu bara í stærri tösku þar sem hún er með fleiri hluti sem fylgja manni oft en maður nennir ekki alltaf að dröslast með – svo kippir hún bara litlu töskunni upp með sér þegar hún þarf ekki á þeirri stóru að halda. Ég hef alveg tekið hana á orðinu og geri þetta sjálf. Taskan er alveg sjúklega flott, ég elska logoið utan á henni, það kom band með henni til að setja hana á öxlina en svo er líka band sem maður getur sett utan um úlnliðinn og þannig er ég sjálf mest með hana. Hún er fóðruð að innan með logoi merkisins og alls konar sniðugum hólfum. Ég kolféll alla vega fyrir þessari og splæsti henni á mig ekki fyrir svo löngu – ein bestu kaup sem ég hef gert en ég hef ekki farið útúr húsi án hennar síðasta mánuðinn!

gersemar2

Svo sjáið þið aðeins glitta í nýjasta kimonoinn – en eins mikið og ég elska Buberry þá get ég aldrei hamið mig þegar kemur að kimonounum frá henni Andreu minni – ég á þá nokkra og ég get með sanni sagt að ég mun ábyggilega aldrei eiga of marga! Þessi er talsvert ólíkari öðrum sem ég á frá Andreu en ermarnar eru aðeins styttri, hann er öðruvísi í sniðinu og það er kögur meðfram faldinum – hann er æði og ég þarf endilega að fara að græja dressfærslu þar sem sést betur í hann en þið sjáið glitta í hann HÉR.

Ég vona að vinnuvikan ykkar hafi byrjað vel – njótið vikunnar og vonum að sólargeislarnir fari að láta sjá sig betur :)

EH

Ilmvatnið sem ég skrifa um hér fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á því og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Afmælisgjöf - 6 ára

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Margrét

    9. June 2015

    hvað kostaði veskið?

  2. Margrét Káradóttir

    16. June 2015

    Hvernig er veskið hólfað að innan? Er svolítið spennt fyrir því ;)

    • Ég skal sjá hvort ég geti ekki tekið myndir af því en það er eitt stórt hólf og svo nokkur lítil sem passa t.d. fyrir kort og kvittanir og svoleiðis ;)