fbpx

Nafnaveisla

Lífið MittTinni & Tumi

Dagurinn í dag verður ansi hátíðlegur hjá mér og mínum þar sem við ætlum að halda nafnaveislu fyrir soninn sem er orðinn rúmlega 4 mánaða. Mér finnst ótrúlegt að hugsa hvað það er stutt síðan þessi litli fallegi strákur var inní maganum á mér því sjálfri finnst mér lífið mitt ekki hafa byrjað fyr en ég fékk hann í fangið.

Ég var að fara í gegnum allar sjálfsmyndirnar mínar í tölvunni sem ég hef verið að taka fyrir síðuna – talvan er bókstaflega að fyllast af myndum af mér sjálfri svo það var kominn tími til að henda þó ekki nema nokkur hundruð myndum… Í leiðinni renndi ég framhjá nokkrum bumbumyndum – ég hef aldrei beint saknað kúlunnar minnar eins og margar sögðu að ég myndi gera eftir að ég væri búin að eignast Tinna. Það sem ég held að ég sakni er augnablikið þegar ég fékk að sjá molann minn í fyrsta sinn – ég fékk bara að upplifa það einu sinni en mig langar svo að fá það aftur. Svo ég er alveg til í fleiri svona kríli bara ekki alveg strax;)Allar myndirnar eru í tímaröð og sú síðasta er tekin þegar ég var komin sirka 36 vikur – kúlan átti þá eftir að stækka talsvert en litli kúturinn var 17 merkur!Ég ætaði nú aldrei að vera mikið í þessum væmnu mömmubloggum – en það var áður en ég varð mamma. Sjáið þetta krútt!

EH – mamman sem er ástfangin af barninu sínu…

Kate Moss og St Tropez

Skrifa Innlegg