fbpx

Kate Moss og St Tropez

Fræga Fólkið

Í vikunni sem er að líða var tilkynnt að Kate Moss sé nýtt andlit sjálfbrúnku merkisins St Tropez. Í herferðinni sem hún sat fyrir í ákvað hún að sitja meðal annars fyrir nakin til að sýna að vörurnar skilja ekki eftir sig nein för og gefa jafnan og heilbrigðan lit. Kate segist hafa notað vörurnar síðan þær komu fyrst á markaðinn. Til að ná þessum fallega lit fyrir myndatökuna fékk Kate hjálp frá Nicholu Joss sem er húðsérfræðingur hjá merkinu. Fyrst var húðin hennar Kate skrúbbuð vel og svo var borið gott bodylotion á hana eftir á – allt húðvörur frá St. Tropez að sjálfsögðu. Svo var litnum spreyað á hana með airbrush græju. Allt var þetta gert daginn fyrir myndatökuna þannig húðin hennar var orðin fallega brún daginn eftir. Nichola segir að hver sem er geti náð þessum fallega lit hennar Kate með því að nota sjálfbrúnku froðnuna frá St Tropez og nota sjálfbrúnkuhanskann frá merkinu til að bera hann á húðina.

Ég hef mikið verið að skrifa um St Tropez vörurnar síðan koma þeirra til landsins var tilkynnt. HÉR getið þið séð árangurinn hjá mér þegar ég prófaði vörurnar í fyrsta sinn og HÉR getið þið séð aðeins nákvæmari umfjöllun um vörurnar og nokkur góð ráð sem er hægt að hafa í huga þegar þið eruð að bera brúnkuna á ykkur.

Þessi kona er náttúrulega bara aðeins of falleg!

Ef þið eruð ekki búnar að prófa þessa snilld þá er um að gera að nýta sér Tax Free dagana sem standa nú yfir í Hagkaupum en vörurnar fást m.a. þar;)

EH

Signature Makeup SJP

Skrifa Innlegg