fbpx

Signature Makeup SJP

Fræga FólkiðInnblásturmakeupMakeup ArtistSýnikennsla

Ég fékk beiðni frá lesanda um daginn að gera sýnikennslu fyrir makeup lúkk innblásið frá Söruh Jessicu Parker. Mér fannst hugmyndin snilld og því skellti ég mér beint á vefinn til að skoða myndir af þessari fallegu konu.

Það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég fer í gegnum myndir af henni er að hún leggur nánast undantekningarlaust alltaf áherslu á það að vera með sterka augnförðun og neutral varir.

Annað sem ég tók eftir þegar ég skoða þessar myndir vel er að hún er alltaf með mjög fallega og ljómandi húð og svona orange brúnan kinnalit – sem gefur húðinni svona sólarkysst lúkk. Svo er hún alltaf með þykkan og flottan eyeliner og þegar ég fór að píra á þau í smá tíma þá virðast augnhárin vera dáldið klesst….

Ég held að lúkkið sem ég komi til með að gera verði steingrátt smoky, nóg af svörtum eyeliner með fram augnhárunum og inní augnhvörmunum og nóg af maskara! Svo held ég að uppáhalds nude varaliturinn minn frá MAC – Hue – með kannski smá glossi yfir muni ná vörunum hennar alveg.

Hvernig hljómar þetta og hvort kjósið þið frekar video eða myndir?

EH

Heima hjá mér

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Asa

    10. May 2013

    Vidjó :)

  2. Heiða

    10. May 2013

    VÍDJÓ! :)