fbpx

Heima hjá mér

FallegtFyrir HeimiliðLífið MittTinni & Tumi

Ég tek stundum svona tiltektarköst heima hjá mér – það er þá ekki bara hefðbundin tiltekt heldur felur hún líka í sér breytingar á heimilinu. Í gær tók ég eldhúsið fyrir, svefnherbergið – þar sem ég raðaði húsgögnum uppá nýtt og tók niður allt úr myndahillunni okkar og bætti og breytti uppröðuninni.

Mér finnst fallegar myndir af fjölskyldu og vinum gera andrúmsloftið svo heimilislegt þess vegna var ég ekki lengi að senda myndir af Tinna í framköllun. Myndahillurnar kannast eflaust margir við úr Ikea en mig langar í fleiri svona – ég er alveg heilluð af þessu heimili HÉR sem Svana skrifaði um um daginn þar sem hvítar svona hillur voru fyrir ofan hjónarúmið. Mér finnst þetta mjög skemmtileg hugmynd en ég þarf þó fyrst að vera með það á hreinu hvernig ég gæti fest myndirnar líka við vegginn svo þær myndu nú ekki bara detta á okkur í svefni.Hér sjáið þið hvernig hillan lítur út í dag –  mér þykir án efa vænst um sónarmyndirnar hans Tinna sem eru þarna saman í ramma – 8 vikna, 12 vikna og 20 vikna sónarmyndirnar svo er ein þarna í viðbót sem ég gæti horft á allan daginn.

Nú þarf ég samt að fara aftur með myndir í framköllun fljótlega mig langar í miklu fleiri myndir uppá vegg!

EH

Kynning á Dior & Gucci á Tax Free dögum

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lóa

    11. May 2013

    Hæhæ
    Hvar fékkstu þessa stafi?:)