Mér finnst ótrúlega gaman að skrifa um ást mína á múmín álfunum og söfnunaráráttuna sem ég er með sem tengist þeim. Ég vona að það sé í lagi að ég skelli í eitt í viðbót sem tengist að sjálfsögðu því að ég var að eignast sumarbollann í ár sem er fáanlegur HÉR.
Þennan keypti ég í dag mér til mikillar ánægju en á meðan ég skrifa þessa færslu sit ég á kaffihúsi og stari útum gluggann á fallega sumarveðrið. Fyrir neðan gluggann sefur sonurinn vært og í smástund líður mér eins og ég sé komin aftur í fæðingarolof – kallinn í vinnunni og við mæðginin að njóta. Blessunarlega er ég ekki enn í fæðingarorlofi en ég er þeirrar skoðunar að stjórn landsins fyrr og síðar megi skammast sín fyrir að vera ekki enn búin að bæta réttindi fólks í fæðingarorlofi – en um það gæti ég skrifað langan pistil og hver veit nema ég geri það á næstunni.
En þetta var útúrsnúningur sem ég var samt einhvern vegin að skrifa… ;) En að múmínfegurðinni, ég fékk sum sé samþykki frá sambýlismanni mínum til að kaupa enn einn múmínbollann í gærkvöldi – honum finnst við eiga of marga. Því er ég ekki sammála. Ég veit ekki hvenær nóg er komið af þessum fallegu bollum og hér eru nokkrar myndir því til sönnunar…
Smellið á Like takkann ef þið eruð mér sammála… ;)
Ég veit ekki hvort sumarbollinn sé kominn í sölu í einhverjum verslunum á Íslandi en ef þið vitið af því endilega deilið því með mér og öðrum lesendum í athugasemdum. Ef þið viljið starta múmínbollasafni þá mæli ég með versluninni Artform á Skólavörðustígnum. Þar kýs ég að versla bollana en þar er besta verðið og frábær og persónuleg þjónusta. Hjónin sem eiga verslunina hafa nokkrum sinnum boðist til að panta sérstaklega inn fyrir mig bolla og hafa sent fyrir mig fyrirspurnir varðandi bolla sem mig vantar í safnið – algjörar perlur!
EH
Skrifa Innlegg