Ég elska að nota olíuríkar snyrtivörur. Olíur hafa næringarrík áhrif á húðina og á líkamann – að innan og utan. Þess vegna er tilvalið að innbyrða olíuríka fæðu eins og fræ og það er líka tilvalið að bera olíur á húðina!
Síðasta vetur byrjaði ég að nota olíuríkar snyrtivörur á húðina og mér fannst í fyrsta skipti sem húðin mín hélt sér í ágætis jafnvægi í kuldanum – miklu betra jafnvægi en alltaf áður. Eftir það sannfærðist ég um ágæti olíunnar og nýlega fékk ég sýnishorn af nýju olíuvörulínunni frá The Body Shop sem ég er búin að vera að nota í tvær vikur núna og get því sagt ykkur almennilega frá reynslunni af þessum fallegu vörum…
Intensely Revitalising Cream & Intensely Revitalising Essence Lotion úr línunni Oils of Life frá The Body Shop
Olíur gefa húðinni miklu drjúgari raka – s.s. raka sem endist lengur, raka sem hefur langvarandi og jákvæð áhrif á húðina og starfsemi hennar. Olíur ætti enginn að forðast – þessar olíur eru allar þar til gerðar að koma jafnvægi á olíustarfsemi húðarinnar og framleiða góðar olíur fyrir húðina en ekki slæmar og óhreinar olíur.
Oils of Life vörurnar innihalda þrjár mismunandi olíur – svört Cumen olía, Camellia fræolía og Rosehip fræolía. Fræolíur eru stútfullar af næringarríkum efnum. Olíur koma í veg fyrir rakatap í húðinni, þær eru léttar og fara hratt inní húðina, þær eru hreinsandi og sumar þeirra eru þannig til gerðar að þær draga úr myndum óhreinda! Vörulínan gerir allt þetta og þær eiga að gera húðina geislandi fallega.
Olía er möst fyrir veturinn – til að róa, næra og sefa húðina!
Sjálf er ég mjög ánægð með virkni varnna frá The Body Shop. Húðin mín er í virkilega góðu jafnvægi. Kremið nota ég á morgnanna og líka stundum á kvöldin en það er mjög létt en samt svo róandi og þægilegt. Það fer hratt inní húðina og skilur eftir sig fallega áferð. Húðin verður mjúk eftir stöðuga notkun og hún geislar af næringu – eða það finnst mér alla vega. Ég elska ilminn af kreminu – mér finnst hann svona vekja húðina á morgnanna ef þið skiljið mig. Lotion olían er vatnskennd og er hugsuð til að nota á tandurhreina húð beint eftir hreinsun, mér finnst ofboðslega gott að bera olíur á húðina mína – sérstaklega á kvöldin og nudda henni vel saman við hana, róa hana niður og hjálpa henni að slaka á. Það geri ég með þessa og ef mér fannst ég þurfa þá setti ég kremið yfir – mér finnst það ekkert alltaf, það fer hreinlega eftir ástandi hennar. Mér finnst líka gott að nudda olíunni alveg niður eftir hálsinum og niðrá bringuna, svo róandi og þægilegt.
Mér finnst þetta virkilega vel heppnaðar vörur og ég verð sérstaklega að hrósa umbúðunum og hönnun þeirra – þær fanga athyglina, þær eru fallegar og þær samræmast vörunum og virkni þeirra á fullkominn hátt!
Olíur – MÖST!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg