fbpx

Miracle Complexion Sponge – sýnikennsluvideo

Ég Mæli MeðFarðarFörðunarburstarHúðMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumReal Techniques

Þá er komið að næsta sýnikennslumyndbandinu fyrir Real Techniques nýjungarnar. Í þetta sinn er það Miracle Complexion Sponge se, er algjör töfrasvampur!

Miracle Complexion Sponge er svar Chapman systranna við Beauty Blender svampinum sem hefur verið að gera allt vitlaust í makeup heiminum undanfarið. Ég hef reyndar ekki gerst svo fræg að prófa Beauty Blenderinn eiginlega helst af því að ég er ekkert sérstaklega hrifin af svömpum almennt. Mér finnst þeir draga of mikið af vörum inní sig og mér finnst ég bara strjúka förðunina í burtu með þeim. En ég ákvað að gefa Real Techniques svampinum séns – þar sem ég elska merkið þá gat nú svo sem ekkert annað gerst en að ég myndi falla fyrir þessum svampi líka.

Miracle Complexion Sponge er ekki eins og aðrir förðunarsvampar sem ég hef kynnst, hann er miklu þéttari svo mér finnst hann ekki draga förðunarvörurnar mikið inní sig eins og aðrir svampar. Hann gefur þétta og jafna áferð en færir ekki bara förðunarvörur til. Ég er mjög hrifin af svampinum sem má nota á þrjá mismunandi vegu – ég sýni þetta allt í myndbandinu fyrir neðan…

spongeÉg á þrjá svampa og ég nota þá óspart, á sjálfa mig í tökum og svo þríf ég þá bara með smá sápu uppúr volgu vatni. Ég mæli eindregið með því að þið prófið að nota svampinn smá rakan til að bera fljótandi farða á húðina – áferðin verður einstök!

Mér til mikillar gleði þá hef ég séð að margir makeup bloggarar dásama þennan Real Techniques svamp og finnst hann betri en sá sem var til fyrir en það má eiginlega segja að RT svampurinn sé eftirlíking af Beauty Blendernum. Það gerist nú ekki oft að eftirlíkingin er betri og ódýrari en varan sem er til fyrir. Svampurinn kostar um 1790kr en verðið getur verið misjafnt eftir verslunum. Hann fæst í Hagkaup, Lyfju, Lyf & Heilsu og í Kjólar og Konfekt á Laugaveginum.

EH

Trend: Pastellitir við camel fyrir sumarið

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Sigga Dóra

    18. March 2014

    Æðislegt,ég var akkurat að kaupa mér þennan í dag og notaði hann strax í að bera á kremkinnalit eins og ég sá þig gera í öðru vídeói,og þvílík snilld.Það er svo þægilegt og auðvelt að nota þessar vörur og fá svo fallega áferð á húðina.Hlakka svo til að sjá fleiri vídeó og umfjallanir ,og væri t.d gaman að sjá hvernig þú geymir og skipuleggur snyrtivörurnar þínar heima :)

    • Frábært! En já þetta er bara gott spark í rassinn á mér að koma þá einhverju skipulagi á snyrtivörurnar! ;):)

  2. Þórhildur Kristjáns

    18. March 2014

    bleytiru svampinn eins áður en þú notar hann eða notaru hann bara beint :)?

    • mátt gera bæði – ég geri bæði:) Finnst sérstaklega gott að bleyta hann þegar ég er að bera á mig fljótandi farða – áferðin verður æðislega falleg:)

  3. Helena

    18. March 2014

    Veistu hvort að nýu svamparnir verði í sölu hjá heimkaup.is?

    • Já ég hélt þeir væru komnir í sölu þar en þeir hljóta að fara að láta sjá sig í versluninni :)

  4. Rebekka

    19. March 2014

    Sæl.
    Skemmtileg bloggin þín.
    Langar svo að vita hvaða farða þú notar eins og í þessu myndbandi.
    Kv.
    R

    • Ég er með nýja Infallible farðann frá L’Oreal sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna – hann kemur í verslanir í vikunni og verður kominn í Lyfju og Hagkaup Smárlind fyrir konukvöldið á morgun :D En ég er einmitt að fara að taka upp smá videoumfjöllun um hann núna á eftir ;)