fbpx

#minnburt – langar þig að vinna frítt flug til útlanda?

Burt's BeesÉg Mæli MeðLífið Mitt

Í ár á snyrtivörumerkið Burt’s Bees 30 ára afmæli og að því tilefni ætlar merkið hér á Íslandi að gleðja heppinn viðskiptavin með flugfar til lands að eigin vali með WOW air fyrir tvo. Mér finnst voða gaman þegar merki fagna stórum áfanga eins og afmælum með því að gleðja viðskiptavini sína og sérstaklega með svona flottum verðlaunum – hefði ekkert á móti því að fá svona sjálf en í staðin fæ ég og við á Trendnet að hjálpa þeim við að gleðja.

Til að eiga kost á að vinna flugmiðana þarftu að splæsa í vöru frá merkinu að eigin vali – sölustaðirnir eru eftirfarandi:

  • Lyf og Heilsu verslanir í Kringlu, Austurveri, JL húsinu og Apótekaranum í Hafnastræti á Akureyri
  • Lyfja: Smáralind, Smáratorgi, Lágmúla, Laugavegi og Keflavík.
  • Lyfjaver á Suðurlandsbraut.

Þegar þið eruð svo búin að splæsa í vöruna, skrifið þá nafn, síma og netfang aftan á kvittunina og setjið hana í þar til gert box sem þið finnið á þessum sölustöðum.

Smellið svo í selfie mynd af ykkur með nýju vöruna á Instagram og merkið hana með #minnburt og þið gætuð unnið! Við á Trendnet munum svo eftir eina viku draga úr öllum þessum innsendingum einn heppin viðskiptavin sem vinnur ferðina. Ef þið eigið nú þegar vörur frá Burt’s Bees smellið þá endilega myndum af þeim og ykkur á Instagram með sömu merkingu #minnburt og þið gætuð átt kost á að vinna glæsilega gjafakörfu frá merkinu :)

_P6A4921

Hér sjáið þið mig og #minnburts – þessi varasalvi er í uppáhaldi. Ég vann minn fyrsta Burts varasalva í leik á Facebook síðu merksins – Burt’s Bees Iceland – fyrir ábyggilega einu og hálfu ári síðan. Varasalvinn sameinar einmitt það sem ég vil, góða næringu fyrir varirnar, sterkan lit og dökkan lit.

Saga merkisins er mjög skemmtileg en hér getið þið séð söguna í þessu stutta og líflega video-i.

Burt’s er ábyggilega þekkt fyrir varasalvana sína sem eru æðislegir og ég elska tinted litina ég á líka einn nude litaðan sem er æðislegur. En svo ef þið eruð komnar á þann stað þá er auðvitað barnavörulínan þeirra alveg fullkomin fyrir viðkvæma ungbarnahúð.

Leikurinn stendur yfir frá 20. – 28. september svo skellið ykkur útá næsta sölustað splæsið í góðar vörur, setjið kvittunina í kassa og smellið af einni selfie. Ég hlakka til að fylgjast með myndunum þetta verður bara fjör!

EH

Nú er tímaskortur engin afsökun fyrir brúnkuleysi

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Linda María

    22. September 2014

    Þessi litur á varasalvanum er æði. Er hann svona þekjandi? Ég hef verið að leita mér af einhverjum út í rautt alltaf svona öðru hverju, finnst þeir alltaf svo óspennandi á hendinni á mér :)

  2. Rakel Rós

    24. September 2014

    Hæ hæ,
    Ert þú eitthvað búin að kíkja á nýju naglalökkin sem Mac var að koma með? Var nefnilega í Mac í Smáralindinni í gær og sá þau og leist mjög vel á, en sé að þú hefur ekkert tekið þau fyrir. Væri mjög til í umfjöllun frá þér áður en ég kaupi því ég treysti þér svo vel :-) Elska að lesa bloggið þitt! Kær kveðja,

    • Reykjavík Fashion Journal

      24. September 2014

      Hæ Rakel Rós – takk kærlega fyrir svona skemmtilegt hrós:) En já ég vissi af þeim en ég er bara ekki búin að fá tækifæri til að prófa þau – tékkaðu á Temptalia hvort hún sé búin að skrifa eitthvað um þau – hún er oft alveg svakalega hreinskilin ;)

  3. Sigurlaug Sæmundsdóttir

    24. September 2014

    Geggjaðar vörur :)

  4. Karen Gunnarsdóttir

    24. September 2014

    Ég ætlaði svo sannarlega að kaupa mér þennan góða varasalva og taka þátt í leiknum og fór í Apótekarann í Hafnarstræti, á Akureyri. Hún sagði að þær hefðu aldrei verið með vörurnar frá þeim :-(
    Veistu nokkuð hvar annars staðar á Akureyri er hægt að fá vörurnar?

    Með bestu kveðju,
    Karen Björk