Það er alltof alltofa langt frá síðasta leik og afhverju ekki þá að gefa naglalökk úr haustlínu OPI sem er nú mætt í verslanir! Ég er persónulega mjög hrifin af haustlínu ársins en hún er allt öðruvísi en sú sem var í fyrra, það er meiri fjölbreytni á milli litanna sem eru í boði – þeir eru ekki allir dökkir það eru líka nokkrir pastellitir og þeir eru mjög fallegir og ekki of sumarlegir svo maður getur svona komið sér smám saman í haustfíling.
Ég valdi mér þrjá liti til að prófa og sýna ykkur….
A Great Opera-Tunity
Ég var búin að sjá swap af þessum lit áður en ég valdi mér lökk til að prófa svo ég var alveg staðráðin í að prófa þennan og mér finnst hann eiginlega bara ennþá fallegri en mér fannst hann á þeirri mynd. Ótrúlega klassískur og fallegur nude/pastel/bleik/peach litaður ;)
I Cannoli Wear OPI
Það var eitthvað við þennan kalda pastellit sem kallaði á mig. Þetta er svona kaldur grátóna hvítur litur sem kom mjög skemmtilega út að mínu mati. Skemmtilegur haustlitur!
Worth a Pretty Penne
Sanserað rósagyllt lakk sem mér finnst alveg svakalega fallegt! Mér hefur ekki fundist neitt naglalakk ná að líkja eftir rósagylltum lit eins og Penny Talk frá Essie sem er því miður ekki til hér á Íslandi – fyr en nú! Þetta lakk er sannarlega fallegt og það þekur alveg nöglina eftir fyrstu umferð en ég setti tvær bara til að fá enn betri endingu líka. Áferðin er jöfn sem getur stundum verið vesen með svona sanseruð lökk en ekki með þetta alla vega.
Ég ætla að gefa tveimur dömum mini sett með litlum glösum af fjórum litum úr línunni og þar á meðal er einmitt rósagyllta lakkið sem mér finnst það flottasta í línunni og það kæmi mér ekki á óvart ef þetta færi hratt úr hillum OPI enda er rósagyllt mjög vinsæll litur þessa stundina – ef lit má kalla ;)
Í settinu eru tveir af þeim sem ég sýni hér fyrir ofan – þessi rósagyllti og þessi ljós appelsínuguli. Auk þess er svartur litur og svo alveg hárauður.
En það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast annað af þessum tveimur mini settum er að smella á Like takkann á þessari færslu og skilja svo eftir fallega kveðju í athugasemd við þessa færslu með fullu nafni. Ég dreg svo tvær dömur úr öllum athugasemdum í lok vikunnar.
Líst ykkur ekki vel á þetta?
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg