Ekki fyrir allt svo löngu síðan kom út ný naglalakkalína frá OPI sem var innblásin af Mínu Mús. Ég fékk að velja mér eitt lakk úr línunni og mig hafði langað svo lengi í lakk með stórum glimmerögnum. Lakkið heitir Minnie Style og glimmerið er í Mínu mús litunum.
Ég ákvað að prófa að setja það yfir alls konar mismunandi liti til að sjá hvernig það kemur út. Að nota doppótt yfirlökk er búið að vera áberandi í naglalakkatískunni undanfarið og það heldur áfram í haust og vetur. Mér finnst þetta skemmtilegt trend og getur lífgað uppá látlausa liti!
Hér sjáið þið svo aðra liti sem eru í boði í þessari skemmtilegu línu:Glimmerið er í glæru lakki og það er auðvelt að stjórna magninu á glimmerinu sem kemur á neglurnar, fyrst doppa ég bara yfir nöglina eins miklu glimmeri og ég vil hafa og svo þegar það er þornað þá set ég eina umferð af lakkinu eða glæru yfirlakki yfir.
OPI kemur reglulega með skemmtilegar naglakkalínur og ég hlakka til að sjá hvað er næst á dagskrá hjá þeim:)
EH
Skrifa Innlegg