fbpx

Mín upplifun – DreamTone

HúðLancomeSnyrtivörur

Mér var boðið að fá að prófa glænýtt krem frá Lancome sem heitir DreamTone. Ég á samt svolítið erfitt með að segja að DreamTone sé krem því það er einhvers konar blanda af serumi og kremi. Markmið vörunnar er að jafna áferð og hörundslit húðarinnar svo konum sem nota vöruna muni líða svo vel með húðina sína að þeim líði eins og þær þurfi ekki að vera með neinar förðunarvörur.

Það er samt eitt sem mig langar að taka fram í upphafi færslunnar – ég er með frekar góða húð sem er með tiltölulega jafnan lit og þess var aðeins erfiðara kannski að velja rétta týpu af kreminu fyrir mig. Það má eiginlega segja að ég hafi mögulega ekki verið besta tilraunadýr í heimi – eða alla vega ekki fyrir þetta krem :) En að lokum komumst við (ég og þær hjá lancome) að þeirri niðurstöðu að ég myndi prófa krem nr. 2.

371425976l45549En svo ég fari nú yfir kremin að þá er ekki algilt að velja krem í takt við litartón heldur þarf að hafa í huga hvað það er sem þarf að laga í húðinni. Vandamálin sem krem 1, 2 og 3 taka á fylgja samt venjulega þessum stigvaxandi húðlitum.

  • Litur nr. 1 – Liturinn er sérhannaður fyrir ljósan húðlit, dregur úr litablettum, jafnar húðlitinn og lagar roða í húðinni. Frábær fyrir þessa viðkvæmu húð sem hættir til að roðna mikið eða er með stöðugan roða.
  • Litur nr. 2 – Liturinn er sérhannaður fyrir miðlungs litaðan húðlit, dregur úr litablettum, jafnar húðlitinn og gefur húðinni meiri ljóma og meira líf. Þið sem eruð með gráan undirtón eða of gulan í húðinni ættuð að skoða þennan lit.
  • Litur nr. 3 – Liturinn er sérhannaður fyrir dökkan húðlit, dregur úr litablettum, jafnar húðlitinn og lagar för í húðinni sem ör og bólur hafa skilið eftir sig. Liturinn hentar því ykkur sem eruð ennþá með för eftir leiðinlegar bólur á unglingsárunum.

Hér fyrir neðan sjáið þið litina á kreminu frá lit nr 1 og að lit nr 3. Það sem mér finnst svo fallegt við þetta krem er ljóminn sem er í formúlunni, kremið er fallega sanserað sem skilar sér í frískleika á húðinni.

Lancome-Fall-2013-Dreamtone-Collection-SwatchesLancome-Fall-2013-Dreamtone-Collection-PromoÞar sem ég átti kannski ekki við það vandamál að stríða í húðinni minni sem þetta krem á að taka á þá finnst mér ég kannski ekki sjá mikinn mun á húðlitnum mínum. Húðin mín hefur reyndar aldrei verið mýkri eftir að ég fór að nota þetta krem undir önnur rakakrem. En ég nota þetta krem eins og serum, ber það á hreina húðina og hálsinn og eftir að húðin hefur dregið það í sig set ég yfir hana dag- eða næturkrem eftir því sem á við. En það má að sjálfsögðu líka nota kremið eitt og sér og serum undir það en ég þarf bara aðeins meiri raka.

Þetta krem er einstaklega létt í sér svo þið sem eruð með blandaða eða feita húð ættuð að vera góðar með bara þetta krem en þið sem eruð með þurra eða mjög þurra húð eins og ég þurfið kannski aðeins meiri raka.

Ef þið eigið við leiðinleg litavandamál í húðinni að stríða – eruð með ójafnan hörundslit sem þið viljið laga þá er þetta án efa krem sem þið ættuð að kíkja á. Ef hins vegar það á ekki við ykkur þá eru mörg frábær krem sem næra húðina og gefa henni raka til á markaðnum. Frá Lancome myndi ég þá mæla með Visisonnaire línunni sem er mjög skemmtileg.

En burt séð frá formúlunni þá er þetta án efa ein fallegasta snyrtivara sem ég hef átt – svona útfrá umbúðum!

EH

Ný græja

Skrifa Innlegg