fbpx

Mín förðun í Nýju Lífi

Ég Mæli MeðFashionlorealmakeupMakeup Artist

Það er svo góð tilfinning þegar maður er yfir sig ánægður með vinnuna sína. Ég get ekki lýst því nógu vel hvað mér finnst ég heppin að geta fengið að vinna við það sem ég elska – sem er förðun og allt sem henni tengist. Ég elska að taka að mér verkefni og sérstaklega þegar ég fæ tækifæri til að vinna með algjör fagfólki!

Ég fékk slíkt tækifæri fyr í sumar á einum af fallegu sumardögunum okkar núna í júní. Myndatakan var fyrir Nýtt Líf og sýndi  íslensku hausttískuna – svart og rautt var í aðalhlutverki.10565071_977176748964103_8738529001939169473_n 10574235_977176742297437_4595569680137554564_n 10435701_977176658964112_3135615563666115266_n 10557254_977176595630785_2262296870305539346_n 10403696_977176492297462_7568546163112933240_n 10404900_977176488964129_4047246141382966807_n

Matta er svo ótrúlega flott fyrirsæta og ótrúlega gaman að fá að vinna með henni sem ég hafði aldrei gert fyr en þarna. Myndin sem þið sjáið hér fyrir ofan birtist á forsíðu síðasta tölublaðs Nýs Lífs sem kom mér skemmtilega á óvart þar sem ég vissi ekkert af því og um leið fékk ég mína fyrstu forsíðu fyrir Nýtt Líf og vonandi ekki þá síðustu!

Ljósmyndari: Rafael Pinho
Stílisti: Anna Clausen
Fyrirsæta: Matthildur
Förðun: ég með vörum frá L’Oreal og Real Techniques förðunarburstum

Þetta var í annað skipti á stuttum tíma sem ég fékk að vinna með Rafael og Önnu – þvílíkt draumateymi og frábær í því sem þau gera. Allt er svo effortless og svo flott og þetta er fagfólk fram í fingurgóma. Ég vona að ég fái að vinna með þeim brátt aftur!

1620897_978485228833255_250589823026049618_n

Mig langar svo að nýta tækifærið og hvetja ykkur til að kíkja á nýjasta tölublað Nýs Lífs þar sem Salka Sól er á forsíðunni – þessa þekki ég ekki neitt því miður en hún er nú þegar ein af mínum uppáhalds söngkonum og útvarpskonum. Virkar svo vel á mig svo heil og flott stelpa sem er að gera skemmtilega og flotta hluti.

Í blaðinu finnið þið svo líka viðtal sem Elísabet okkar tók við Jean Pauk Gaultier og hún Lilja Ósk vinkona mín fer á kostum á snyrtivörusíðunum! Lilja er sú sem ég treysti betur en sjálfri mér þegar kemur að því að velja snyrtivörur og meta gæði þeirra. Hún er svo pro í snyrtivöruskrifum og svo gaman að lesa það sem hún skrifar. Ég tryggði mér þetta eintak útí bókabúð um leið og það kom út og ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama!

EH

Óvæntur glaðningur fyrir lesanda!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Emilía Einarsdóttir

    11. August 2014

    Ekkert smá flott!!