fbpx

Maskaraóskalistinn

Á ÓskalistanumAuguMakeup ArtistMaskararShop

Nei ég hef því miður ekki prófað alla heimsins maskara þó ég sé komin lang leiðina með það sem í boði er. Mig langaði að deila með ykkur nokkrum af þeim möskurum sem eru á óskalistanum mínum. Við skulum sjá hvort mér takist að hafa einhver áhrif og fá íslenskar heildsölur til að fara að taka inn nýja maskara fyrir þennan maskaraóðan förðunarbloggara ;)

great-lash-big-washable_pack-shot-cropGreat Lash BIG – Maybelline:
Great Lash maskarinn er einn af mínum all time uppáhalds möskurum.  Þessi maskari hefur svo oft verið kominn í innkaupakerruna mína á eBay en aldrei hef ég gengið svo langt að festa kaup á honum. Sem er auðvitað frekar heimskulegt að segja eða skrifa. Great Lash maskarinn er einn mest seldi maskari í heiminum, þegar hann var sem vinsælastur seldust 2 maskara á hverri sekúndu einhvers staðar í heiminum. Formúla maskarans er einstök en hún hefur verið eins frá upphafi fyrir utan það að það er ekkert nikkel lengur í formúllunni sem var alltaf í möskurum. Formúlan er kremuð og mótar augnhárin fullkomlega, maskarinn smitast ekki og hrynur ekki. Eini gallinn er að greiðan þykir alltof lítil og væskisleg. Maybelline í USA brá þá á það ráð að stækka bara greiðuna og gera Great Lash BIG. Maskarinn hefur aldrei ratað í úrval í Danmörku þaðan sem Ísland fær Maybelline vörurnar sínar en ég held enn í vonina. Þessi verður þó keyptur ef leið mín liggur einhver tíman til USA.

benefit-theyre-real

They’re Real – Benefit:
Aftur þá kem ég upp um Benefit meydóminn sem hefur enn ekki verið rofinn. Það verður þó breyting á þessu á næstunni þar sem ég var að festa kaup á svona setti af vinsælustu Benefit vörunum sem inniheldur einmitt þennan maskara. Ég er vægast sagt mjög spennt að prófa maskarann, skoða greiðuna og lykta af formúlunni (mjööög mikilvægt of mikið kollagen ertir augun mín nefninlega) . Maskarinn er með gúmmíbursta sem er strax plús í kladdann en ég er þó smá stressuð að prófa hann. Ástæðan fyrir því er sú að ég hef heyrt annað hvort rosalega góða hluti um hann eða rosalega vonda hluti um hann. Hafið þið prófað hann – hvað segið þið um þennan maskara?

dolce-gabbana-fall-2013-mascara-620x500

Passioneyes Duo Mascaea – Dolce & Gabbana:
Orð fá því varla lýst hvað mig langar að fá Dolce & Gabbana snyrtivörurnar í sölu hér á Íslandi. Fáránlega flottar vörur sem eru í sjúkum umbúðum. Þessi maskari minnir mig ótrúlega mikið á Catchy Eyes frá Gosh, burstinn þá helst. Svo ég get huggað mig við það að ég get eignast svipaðan maskara hér á Íslandi. Hins vegar er þessi mjög ofarlega á óskalistanum en hann er til í þónokkuð mörgum mismunandi litum. Blái liturinn á víst að vera ótrúlega flottur – prófa hann ef til vill þegar kemur að innkaupadegi :)

sonia mascara

Lashify Mascara – Sonia Kashuk:
Það ætti nú að vera frekar augljóst afhverju þessi maskari heillar, það er að sjálfsögðu þessi stórundarlega heildarhönnun. En þetta er þykkingarmaskari með venjulegri greiðu. Það er ekkert leyndarmál að maskarar með venjulegri greiðu og þykkingarformúlu geta gert maskaraklumpa úr augnhárunum. Hugsunin með greiðunni er að það sé einfalt að greiða í gegnum augnhárin og fjarlægja klumapana ef þeir eru einhverjir og aðskilja um leið augnhárin. Eftir því sem ég les mér til um maskarann þá er víst ekki mikil nayðsyn á greiðunni þar sem formúlan er það góð að hún klumpast lítið sem ekkert – en stórskemmtileg pæling. Sjálf nota ég mikið svona maskarastálgreiður þegar ég er að farða til að fullkomna augnhár sem er sérstaklega mikilvægt ef um t.d. nærmyndatöku er að ræða.

SetHeight500-ZoomIn

Zoom-In Ultimate Maskara – Flower:
Þetta er maskari sem leikkonan Drew Barrymore hannaði fyrir sitt eigið snyrtivörumerki sem fæst minnir mig bara í Target. Þetta er ótrúlega sérstök hönnun á bursta á maskara en það er hægt að snúa uppá maskaragreiðuna. Alls er hægt að gera þrjár útgáfur af maskaragreiðunni svo þið eruð eiginlega að eignast þrjá maskara en borga bara fyrir einn. Ef ykkur finnst þetts hljóma vel þá get ég glatt ykkur með það að svipaður maskari var að koma í sölu hjá Bourjois. Ég er komin með eintak af maskaranum en ég hef ekki enn prófað hann. Nú ætla ég hins vegar að drífa í því og innan skamms sjáið þið umfjöllun um hann – jafnvel sýnikennsluvideo ;) Ef þið horfið vel á umbúðirnar þá sjáið þið efst á maskaranum þessar þrjár mismunandi útgáfur af maskaragreiðunni.

Nokkrir maskarar á óskalistanum – tveir af þeim eru á leiðinni og ég á tvo sem eru nánast alveg nákvæmlega eins og aðrir tveir sem eru á listanum – þrátt fyrir það verð ég að eignast þessa maskara ;)

EH

Spennandi forútsala í JÖR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

24 Skilaboð

  1. Aníta

    7. January 2014

    Ég get alveg mælt með They’re real, er búin að fara í gegnum tvo :) það er reyndar aðeins leiðinlegt að ná þeim af, en á móti kemur að þeir endast mjög vel á :)

  2. Ólöf María

    7. January 2014

    Fékk They’re Real –Benefit maskarann í jólagjöf og hann er með þeim betri sem ég hef prófað! Mæli eindregið með honum, gerir augnhárin perfect :)

  3. Ragnhildur Hólm

    7. January 2014

    Benefit maskarinn er frábær! Augnhárin mín eru sjaldan fallegri en þegar ég nota hann :) Eina sem böggaði mig varðandi hann er að maður getur ekki notað volgt vatn við að ná honum af, makeup remover er nauðsynlegur – sem er afskaplega vægt gjald þegar augnhárin verða svona fín!

  4. Guðrún Mjöll

    7. January 2014

    Mér finnst einmitt benefit ekkert sérstakur, en ég hef einmitt bara heyrt góða hluti um hann samt sem áður, haha.

  5. Áslaug

    7. January 2014

    ég er spenntari en þú að prufa benefit, á svoleiðis inni í skáp og er að klára hina 3 maskarana mína áður en égg opna hann.

  6. Kara Elvarsdóttir

    7. January 2014

    They’re real er snilld! Gerir allavega ótrúlega mikið fyrir mín augnhár. Mér finnst líka Bad Gal Lash frá Benefit mjög góður, þykkir og gerir ótrúlega mikið úr augnhárunum einhvernvegin en lætur það líta ótrúlega náttúrulega út

  7. Kolfinna

    7. January 2014

    Mæli mjöög mikip með benefit maskaranum. Ég er ekkert mikip fyrir gúmmíbursta en þessi er ótrúlega góður, nær til allra litlu háranna og hrynur ekki. Hann þyngir líka augnhárin ekkert og þau haldast þessvegna uppi allan daginn :) þau lúkka líka út fyrir að vera lengri!

  8. Hildur Guðrún

    7. January 2014

    Benefit maskarinn er langbesti maskari sem ég hef prófað – eftir að ég byrjaði að nota hann get ég ekki hugsað mér að nota aðra maskara… mæli sko með honum ;)

  9. Reykjavík Fashion Journal

    7. January 2014

    Æði! Nú er ég orðin hrikalega spennt að fá minn í hendurnar ásamt öllum hinum Benefit vörunum sem ég var að kaupa ;) Takk skvísur :D

  10. Hildur

    8. January 2014

    Haha, ég er ein af þeim sem fannst They’re Real bara ekkert spes. Hann lengir svosem vel, en mér fannst hann ekki þykkja neitt, og ég vil volume maskara fram yfir annað.
    Hins vegar er ég alveg rosalega hrifin af Benefit vörum, mæli mjög með þeim flestum! Nota Porefessional primerinn á hverjum degi og er á mínu öðru “boxi” af Dandelion kinnalitnum. Watt’s Up highlighterinn er líka góður, held að bæði hann og Porefessional séu í þessum pakka sem þú pantaðir :) Svo á ég mjög margar aðrar vörur frá þeim sem ég er mjög hrifin af, það væri svo frábært ef þetta merki kæmi til Íslands!

  11. Sveinrún

    8. January 2014

    Hvar er maskarinn seldur?

    • Reykjavík Fashion Journal

      8. January 2014

      Ég keypti minn í gegnum ebay eftir vandlega skoðun :) Hann er reyndar ekki í fullri stærð heldur partur af setti með alls konar vörum frá Benefit :)

    • Perla Kristín

      12. January 2014

      Hann er líka seldur í Icelandair flugvélum :)

  12. Agata

    8. January 2014

    They’re real er æði :) næst uppáhalds á eftir volume de chanel

  13. Bergþóra

    8. January 2014

    Ég keypti mér benefit maskarann afþví að það voru svo margir að segja góða hluti um hann en því miður er ég ekki nógu ánægð með hann

  14. Kolbrún Lilja

    8. January 2014

    Benefit finst mér æðislegur, en getur verið erfitt að ná af ef maður er ekki með vel olíkenndan augnhreinsi. En annars einn af bestu sem ég prófað. :)

  15. Soffía

    8. January 2014

    Átti þennan frá Maybelline, fannst hann vondur og henti honum. Kostar hins vegar smáaura í USA.

  16. Helga Finns

    8. January 2014

    Mér fannst They’re Real – Benefit ekkert spes en tengdó og mamma fengu og þær voru að fýla hann en það er algert hell að ná honum af og mér fannst augnahárin verða hörð..
    Maybeline maskarinn Great Lash BIG var líka crap í mínum bókum en ég nota Dior overcurl og volume de Chanel annars er maður alltaf á höttunum eftir hinum fullkomna masakara og mjög misjafnt hvað hentar hverjum og einum;)

  17. Sólveig Sara

    8. January 2014

    Benefit maskarinn er æði!

  18. Linda Hrönn

    9. January 2014

    Ég var einmitt að kaupa mér nýjan Benefit maskara, þetta er besti maskari sem ég hef prófað. En það er ekkert mál að ná honum af með heitu vatni og kókosolíu :)

  19. Perla Kristín

    12. January 2014

    They’re Real maskarinn frá Benefit er allgjört æði! Mæli eindregið með honum !