fbpx

Mamma skvísa & gjafaleikur með Lancome

AuguFyrir eldri húðJól 2015Makeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minni

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Lancome á Íslandi gefur palletturnar í gjafaleiknum.

Í þó nokkur ár hefur planið alltaf verið að fá önnur andlit en mitt til að sýna fallegar farðanir. Núna fyrir stuttu plataði ég svo móður mína til mín í kaffibolla undir því yfirskyni að fá að farða hana.

Mamma mín  er glæsileg kona með mjög fallega húð, hún hugsar mjög vel um húðina sína svo ég á stundum bágt með því að trúa því að hún sé orðin 49 ára en það er víst sannleikurinn. Svo hér langar mig að sýna ykkur förðun sem hentar sérstaklega vel konum á aldri við mömmu mína, gefa ykkur nokkur góð tips fyrir konur á hennar aldri þegar kemur að förðunum og um leið gefa tveimur dömum tækifæri til að eignast pallettuna sem ég nota í þessa hátíðarförðun.

mammalancome8

Fyrst, áður en við förum í það að greina förðunina í þaular langar mig að koma með nokkur tips fyrir konur með húð sem er farin að eldast. Húðin okkar missir þyngdarafl sitt og hún þynnist smám saman. Það er vegna þess að hún missir dáldið fyllingu sína að innan vegna rakataps og það þarf því að vanda til verks þegar húðin er förðuð. Húðin á augnsvæðinu er sú sem er viðkvæmust því hún er þynnst svo þegar hún þynnist enn meir á hún til að færast til þegar við förðum hana. Ég mæli því alltaf með að nota grunn, augnskuggagrunn og farðagrunn, til að það sé enn auðveldara að farða húðina.

Það þarf að fara varlega og passiði augun setjið ekki of mikið af augnskugga á augnlokin því það er aðeins erfiðara að vinna skuggana til. Notið bursta með þéttum hárum sem eru stutt til að bera litinn á augnlokið og svo blöndunarbursta til að dreifa úr litnum. Passið að dusta vel úr burstanum með því að slá skaftinu á handabakið þá fer allt umfram pigmentið úr burstanum. Byggið svo bara litinn upp með fleiri umferðum þar til þið fáið þekjuna sem þið viljið.

Með eyeliner þá getur stundum verið vandasamt að ná línunni alveg heilli því stundum dreifist liturinn út í línurnar. Passið því að reyna að ná að hafa aungnlokin eins slétt og þið getið. Hafið línuna eins þunna og þið getið og byggið hana smám saman upp. Leyfið línunni svo að þorna alveg áður en þið opnið augun alveg svo liturinn smitist ekki.

Þegar kemur að húðinni er ekki sniðugt að setja of mikið á hana því það þyngir ásýnd húðarinnar. Hér nota ég fljótandi farða og hyljara og sleppi öllu púðri nema ég nota bara sólarpúður til að móta andlitið lítillega. Við mæðgurnar eigum það sameiginlegt að vera með ansi skarpa andlitsmótun og ég get alveg þakkað mömmu fyrir þessi kinnbein mín eins og þið sjáið alveg á þessum myndum.

mammalancome7

Ég vona svo að móðir mín reiðist mér ekki fyrir það sem ég ætla að skrifa næst… En hárin í augabrúnunum hennar eru farin að grána smá og frábært ráð til að lita þau án þess að lita augabrúnirnar er að nota litað augabrúnagel. Gelin eru bara eins og maskari sem þekja öll hárin þannig þau fá yfir sig fallegan lit. Eins þegar við eldumst hægist á vexti hárnna í augabrúnum svo stundum virðast þær vera að þynnast. Mamma þú ert með mjög góðan hárvöxt enn svo það sé á hreinu! En fyrir þær sem þurfa þá mæli ég með að þær noti augabrúnablýanta með vaxkenndri formúlu. Með þeim er nefninlega svo þægilegt að teikna hár inní augabrúnirnar til að þétta ásýnd þeirra.

Svo eru það varirnar. Notið hyljara til að grunna varirnar og notið svo góðan blýant til að móta þær, varablýantur kemur í veg fyrir að varaliturinn renni til og fari í fínu línurnar sem koma í kringum varirnar. Hér nota ég meirað segja eyeliner sem varablýant og aðeins ljósari varalit yfir til að gefa vörunum aðeins þrýstnari áferð. Því það sem gerist líka þegar húðin eldist er að varirnar þynnast því þær missa líka rakann í vörunum og náttúrulegu fyllinguna sína. Svo með því að setja ljósari lit í miðju varanna virðast þær þrýstnari.

mammalancome9

Hér sjáið þið pallettuna sem er í stjörnuhlutverki í förðuninni. Pallettan hetir Auda(city) in Paris og er frá Lancome. Pallettuna hannaði Lisa Eldridge en litirnir sem einkenna hana eru innblásnir af þessari dásamlega fallegu hátísku borg. Pallettan inniheldur 16 mismunandi augnskugga sem eru með ólíkum áferðum. Sumir eru mattir, sanseraðir, með glimmeri, með kremkenndri áferð. Svo það er ýmislegt sem er hægt að gera. Ég nota matta brúna litinn sem þið sjáið næst innst í pallettunni en hann er frábær blöndunarlitur og hann er í aðalhlutverki í förðuninni sem skyggingarliturinn líka. Svo nota ég sanseraða liti og bleiktóna liti til að birta aðeins yfir förðuninni og gefa henni meiri lit.

Brúnir tónar fara öllum konum vel, brúnir litir aðlagast litarhaftinu okkar svo vel. Þess vegna má líka segja að konur með brún augu geta notað alla liti! En þegar kemur að konum með græn augu mæli ég eindregið með fjólubláum tónum, fyrir konur með blá augu eru orange og kopar tónar og jafnvel bleikir líka æðislegir það sama má segja um konur sem eru með svona grátóna augu, þessir litir draga fram bláa litinn í augunum.

Förðunina hennar mömmu byggði ég upp þannig að ég byrjaði yst á augnlokunum og færði mig innar. Ég nota jafnt sanseraða og matta liti. Það er einhver alveg svakalega undarleg regla sem fjallar um það að konur megi ekki nota sanseraða augnskugga þegar þær eru komnar með línur í kringum augun – þvílík endemis vitleysa, ég segi og hef alltaf sagt að konur eigi að mála sig eins og þeim sjálfum finnst fallegt. Við ættum að mála okkur fyrir okkur sjálfar en engann annan!

Ég ýki meirað segja sanseringuna hennar mömmu með því að bleyta uppí ljósum sanseruðum lit sem er nr. 4 í pallettunni í efri röðinni til að fá ennþá ýktari lit og mér finnst það persónulega koma alveg svakalega vel út.

mammalancome4

Aðrar vörur sem ég bætti við til að fullkomna lúkkið hennar mömmu eru…

Teint Visionnaire Foundation, Long Lasting Softening Concealer, Sourcils Définis augabrúnablýantur, Belle de Teint sólarpúður, Le Crayon Khol í lit nr. 11 Café Serré, Le Crayon Khol í lit nr. 12 Chocolate Chaud (eyeliner sem ég notaði sem varablýant) og Shine Lover varalitur í litnum 316 – allt vörur frá Lancome.

Aukalega bætti ég svo við augnskuggagrunni frá MAC, Super Liner Superstar eyeliner frá L’Oreal og Million Lashes So Couture maskara frá L’Oreal.

mammalancome

Mamma skvísa!

Fullkomin hátíðarförðun fyrir allar konur, loksins gaf ég mér svo tíma til að gera það sem ég hef alltaf ætlað að gera á blogginu og það er að fá konur á öllum aldri til að sitja fyrir og sýna fallegar hátíðarfarðanir. Ég vona svo sannarlega að ég hafi kannski náð að gefa góð tips fyrir konur á aldri við mömmu þegar kemur að hátíðarförðuninni í ár en það má svo sannarlega hunsa allar reglur og gera það sem manni finnst fallegt sjálfum.

En mig og dömurnar hjá Lancome langar að gleðja tvo heppna lesendur með þessari fallegu pallettu. Svo ef þig langar í þessa Auda(City) in Paris augnskuggapallettu endilega taktu þátt því það er svo sannarlega til mikils að vinna því eins og þið sjáið á pallettunni bíður hún uppá svakalega mikla möguleika.

Til að eiga kost á pallettu…

1. Smelltu á Like á þessari færslu og deildu henni á Facebook.
2. Farðu inná Facebook síðu Lancome og smelltu á Like – FACEBOOK SÍÐA LANCOME Á ÍSLANDI
3. Skrifaðu athugasemd við þessa færslu með fullu nafni svo ég geti haft uppá þér og láttu fylgja nafnið á þinni uppáhalds vöru frá Lancome.

Erna Hrund

Sunnudags og OPI sigurvegarar

Skrifa Innlegg

112 Skilaboð

  1. Elva Ösp Helgadóttir

    22. November 2015

    Ég hef ekki prófað margar vörur frá Lancome en mín uppáhalds er grandiose maskarinn sem er einn af mínum uppáhalds möskurum.
    – Elva Ösp Helgadóttir :)

  2. Birgitta Yr Ragnarsd

    22. November 2015

    Jà takk :) mín uppàhalds vara er visionare vörurnar og million dollar maskarinn :)

    • Þórunn Heba Bjarnadóttir

      22. November 2015

      Hæjó! Æði förðun og gaman að sjá andlit sem er ekki ungt til tilbreytingar í bloggfærslu.

      Mínar uppáhalds Lancome vörur eru bodyscrub sem er hreinsandi/einsskonar afeitrun og kinnalitur sem er djúpbleik/ sanseraður. Ég man reyndar ekki nöfnin á vörunum, en það tekur mig 2 mín að tékka. Ég er bara svo löt í dag.. xx

  3. Rósa Helga Ingólfsdóttir

    22. November 2015

    Æði já takk langar svo mikið í svona fallega pallettu

  4. Oddný Ása Ingjaldsdóttir

    22. November 2015

    Falleg förðun á glæsilegri konu, sterkur svipur með ykkur mæðgum :) mín uppáhalds vara frá lancome er Hypnose maskarinn :)

  5. Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir

    22. November 2015

    Falleg förðun og falleg palletta. Ég hef ekki átt margar vörur frá lancome en ég átti einu sinni hypnose maskarann og var mjög ánægð með hann.

  6. Erla María Árnadóttir

    22. November 2015

    Ég eeeeeelska snyrtivörur og get sko alltaf á mig blómum bætt í þeirri deild svo ég væri mikið til í þessa bjútífúl pallettu :) Uppháhalds Lancome varan mín er Hypnose maskarinn ;)

  7. Björg Hjörleifsdóttir

    22. November 2015

    Ég elska Lancom vörurnar, Hydra Zen rakakremið er algjör staðalbúnaður og einnig Grandiose maskarinn. Lancome eru mínar uppáhaldsvörur og yrði rosa glöð að fá svona pallettu :)

  8. Lilja Þorkelsdóttir

    22. November 2015

    Grandiose maskarinn er í uppáhaldi. Á tvær frábærar augnskuggapalettur og nokkra varaliti og naglalökk frá Lancome, allt frábærar vörur :) Líst rosalega vel á þessa nýju palettu.

  9. Ásta Indía Valdimarsdóttir

    22. November 2015

    ég hef ekki prufað mikið mikið af lancome vörum en á eyeliner frá þeim sem er uppáhalds eyelinerinn minn án efa og svo er þessi palletta í miklu uppáhaldi þó ég hafi ekki prufað hana en hef langað í hana í svolítinn tíma.

  10. Björg Hjörleifsdóttir

    22. November 2015

    Ég elska Lancome vörurnar, Hydra Zen rakakremið er staðalbúnaður og Grandiose maskarinn er æði. Lancome er mínar uppáhaldsvörur og yrði ég glöð sem svona flotta pallettu :)

  11. lilja Þorkelsdóttiru

    22. November 2015

    Grandiose maskarinn er alveg frábær. Á tvær augnskuggapalettur sem ég elska og líka nokkra varaliti og naglalökk. Allt frábærar vörur. Líst mjög vel á þessa augnskuggapalettu.

  12. Arna Vilhjálmsdóttir

    22. November 2015

    Hypnose maskarinn! Ég elskaði hann. Vantar gríðarlega svona flotta pallettu! Æðisleg :)

  13. Hjördís Erna Heimisdóttir

    22. November 2015

    Væri meira en til í svona flotta pallettu :)

  14. Eydís Sigrún Jónsdóttir

    22. November 2015

    Jii hvað það er mikill svipur með ykkur! Visionaire serumið og Grandiose maskarinn eru uppáhalds frá Lancome :)

  15. Lilja Þorkelsdóttir

    22. November 2015

    Elska Grandiose maskarann. Á tvær augnskuggapalettur sem eru alveg frábærar. Eins varalitirnir og naglalökkin. Langar mikið í þessa nýju palettu.

  16. María Rós Gunnarsdóttir

    22. November 2015

    Já takk væri til í þessa fallegu pallettu, hef ekki prófað margar vörur frá lancome en hypnose maskarinn er samt uppáhalds <3

  17. Margrét Guðmundsdóttir

    22. November 2015

    Vá, geðveik palletta :) Væri mikið til í þessa. Ég hef ekki átt margar vörur frá Lancome en elska Hypnose maskarann :) Er endilega til í að prófa fleiri vörur frá þeim.

  18. Júlía Sólimann

    22. November 2015

    Já takk væri til i þessa pallettu en uppáhalds varan min fra lancome er galateis douceur hreinsimjólkin

  19. Rut R.

    22. November 2015

    Mikið væri ég til í þessa fallegu pallettu :)
    Eins og er, er uppáhalds Lancome varan mín Visionnaire dagremið, brjálæðislega létt og gott :)

    kv. Rut Rúnarsdóttir.

  20. Rannveig Stefánsdóttir

    22. November 2015

    væri til í svona pallettu. Nota Hypnose maskarann, augnhreinsi og fljótandi farða frá Lancome.

  21. Sigridur Petursdottir

    22. November 2015

    Komin vel á sextugsaldur og hef í fyrsta sinn frá því ég var táningur virkilega gaman af að prófa að mála mig. Á því miður nánast engar snyrtivörur. Því get ég ekki sagt hver mín uppáhalds vara frá Lancome, en vildi óska að ég hefði efni á að prófa þær einn góðan veðurdag :) Þessi litapaletta er dásamleg og væri kærkomin því eins og er nota ég bara sólpúðrið mitt sem augnskugga. Þessi setning gladdi mig: ‘Það er einhver alveg svakalega undarleg regla sem fjallar um það að konur megi ekki nota sanseraða augnskugga þegar þær eru komnar með línur í kringum augun – þvílík endemis vitleysa, ég segi og hef alltaf sagt að konur eigi að mála sig eins og þeim sjálfum finnst fallegt.’ Ég finn ekki Facebook síðu Lancome á Íslandi, bara þá alþjóðlegu.

  22. Klara Valgerður Brynjólfsdóttir

    22. November 2015

    Ég hef ekki orðið svo heppin að eignast Lancome vöru ennþá en Hypnose maskarinn verður keyptur í næstu maskarakaupum, mig er búið að langa að prófa hann lengi :) Þessi palletta er svo líka gullfalleg og væri gaman að eignast hana!

  23. Sigurrós Einarsdóttir

    22. November 2015

    Falleg förðun á mömmu þinni :)

    Mínar uppáhaldsvörur frá Lancomé eru margar, en maskarinn Hypnosé drama er sá sem ég elska mest, augnfarðahreinsirinn er sá besti sem ég hef komist í tæri við. Ég er mjög hrifin af pallettunum frá Lancomé fyrir það helst að vera með stílhreina og fallega liti, jafnt fyrir einfalda sem dramatíska förðun.

    Því yrði óskaplega gaman að eignast nýju pallettuna og leika sér með hana í mismunandi útfærslum :)

  24. Silja Kristjánsdóttir

    22. November 2015

    Frábær færsla og gaman að fylgjast með alltaf.

    Ég hef mest notað hina ýmsu maskara frá Lancomé og augnfarðahreinsi.

  25. Auður Ösp Magnúsdóttir

    22. November 2015

    Æðisleg förðun á móður þinni, sem lýtur btw. fáránlega vel út :)
    Ég veit að ef ég vinn hana fær mamma mín hana undir jólatréð í ár

  26. Karen Nóadóttir

    22. November 2015

    Dásamlega falleg förðun og góð ráð fyrir mann áður en maður hjólar í það að farða mömmu fyrir jólin :) Lancome vörurnar eru svo elegant og fallegar, eitt uppáhalds merkið!

  27. Elín Vala Arnórsdóttir

    22. November 2015

    Já takk :) maskararnir eru í uppáhaldi :)

  28. Elva

    22. November 2015

    Flott hun mamma þin

  29. Elva

    22. November 2015

    Elska visionnaire vörurnar

  30. Lísa Björk Þorsteinsdóttir

    22. November 2015

    Ég myndi segja naglalökkin væru einstaklega falleg. Litirnir eru svo klassískir en samt í takt við tíman :)

  31. Glæsileg er hún móðir þín, hef notað maskarana og augnfarðahreinsir sem eru æði,langar voða mikið í pallettuna svo já takk :) Kveðja Hákonía Jóhanna Pálsdóttir :)

  32. Bryndís Margrét Audibert

    22. November 2015

    Takk fyrir góda færslu.
    Ég hef ekki prufad margar Lancôme vörur en mér finnst Hypnose maskarinn ædislegur. Svo er ég rosalega hrifin af palletunni!

  33. Svanhvít Elva Einarsdóttir

    22. November 2015

    Glæsileg förðun eins og ávalt hjá þér Erna. Þetta er svakalega flott palletta sem hefur upp á svo margt að bjóða og er algjör draumaeign.
    Kv Svanhvít Elva Einarsdóttir

  34. Heiðrún Berglind Hansdóttir

    22. November 2015

    Væri sko alveg til í svona flotta pallettu :)
    Hypnose maskarinn er á óskalistanum :)

  35. Erla Hjartardóttir

    22. November 2015

    Á margar uppáhalds frá Lancôme, maskarnir, rakakremin og rakamaskinn er í miklu uppáhaldi.
    Flott förðun á mömmusín

  36. Rósa Margrét Húnadóttir

    22. November 2015

    Ég kaupi helst ekki aðra maskara en frá lancome – er alltaf lang ánægðust með þá og kaupi þann nýjasta hverju sinni og finnst þeir aldrei missa marks! Eins þá sjaldan að ég kaupi mér meik þá líkar mér best við lancom. Hef einnig prófað augnlínublýantana og augnskuggana og þetta eru allt góðar vörur! Kær kveðja,
    Rósa Margrét Húnadóttir

  37. Jónína Ingólfsdóttir

    22. November 2015

    Ofsalega flott förðun á flottri konu :) Og vá hvað þessi palletta er fullkomin!!
    Uppáhaldsvaran mín frá Lancome er án efa Hypnose drama maskarinn en ég er viss um að þessi palletta mun slá í gegn ef hún verður mín ;)

  38. Ásdís Jónsdóttir

    22. November 2015

    Hef voða lítið prufað

  39. Steinunn Hjartardóttir

    22. November 2015

    Já takk

  40. Sigridur Petursdottir

    22. November 2015

    Virkilega falleg förðun og ég er sérstaklega ánægð með að þú talir um hvað þessar ‘reglur’ um förðun þeirra sem eru farnar að eldast séu fáránlegar. Ég er 54 ára og fyrst núna farin að hafa virkilega gaman að mála mig aftur, skemmti mér við það þegar ég var táningur. Vandamálið er að ég á nánast engar snyrtivörur, hvorki Langcome né aðrar, svo ég get því miður ekki nefnt uppáhald. Mikið væri samt gaman að fá að prófa og þessi litapaletta er dásamlega falleg. P.S. Fann ekki íslensku Lancome Facebook síðuna. Slóðin virkar ekki.

  41. Vilborg Jóna Hilmarsdóttir

    22. November 2015

    Elska maskarana frá Lancome, er held ég verða búin að prófa þá alla og þeir klikka aldrei! Svo er ég búin að vera að nota Visionnaire serum og augnkrem og þetta eru frábærar vörur sem ég kaupi pottþétt aftur! Annars er þessi palletta er æði og er mig búið að langa í hana síðan ég sá hana fyrst :)

  42. Andrea Gísladóttir

    22. November 2015

    Uppáhalds Lancome vörurnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér :) en mínar allta uppáhalds eru Grandiose maskarinn og teint idole ultra 24h farðinn :)

  43. Bergrún S. Benediktsdóttir

    22. November 2015

    Hypnose maskarinn er æði. Væri til í að prufa fleir vörur

  44. Anna Dögg Emilsdóttir

    22. November 2015

    Ég er með græn augu þannig að svona fjólublá palletta myndi vera æðisleg fyrir mig !! :D

  45. Elínrós Sigmundsdóttir

    22. November 2015

    Þú ert snillingur í förðunum ! Ég fylgist með þér á snappinu og það er svo mikið sem ég hef lært af þér og þessi förðun á mömmu þinni er mjög flott ! En uppáhalds varan mín frá Lancome er Hypenose maskarinn :D ! Takk fyrir öll góðu ráðin þín og allar sýnikennslurnar á snappinu :D

  46. Guðrún Hulda Pétursdóttir

    22. November 2015

    Mér finnst Hypnose maskarinn æði og sólarpúður sem ég man bara ekki hvað heitir.

  47. Sunna María Jónasdóttir

    22. November 2015

    Mig langar alveg afskaplega mikið í þessa pallettu, finnst hún endalaust fallegt. Ég á margar uppáhalds vörur frá Lancome, til dæmis maskararnir og sérstalega nýjasti og uppáhalds meikið Teint Miracle !

  48. Hulda Jónsdóttir

    22. November 2015

    Hypnose maskarinn og Teint Idole Ultra farðinn eru uppáhalds, hef líka alltaf verið hrifin af Miracle ilminum.

  49. Laufey Óskarsdóttir

    22. November 2015

    Já takk myndi gleðja mig mikið að vinna þessa fallegu augnskuggapalitu. Uppáhaldsvaran mín er Hypnosr maskarinn góði.

  50. Hilda Björk Jónasdóttir

    22. November 2015

    Þar sem að augnskuggarnir frá lancome eru í einstaklega miklu uppáhaldi hjá mér, og mín palletta er skuggalega nálægt þvi að klárast væri þetta hinn fullkomni jólaglaðningur

  51. Hilda Björk Jónasdóttir

    22. November 2015

    Þar sem að augnskuggarnir fra lancome erú í sérstöku uppáhaldi og skuggalega stutt er í að eftirlætis pallettan min klárist væri þetta hinn fullkomni jólaglaðningur :)

  52. Kolbrún Edda Aradóttir

    22. November 2015

    Augnblýanturinn frá lancome er í uppáhaldi :-)

  53. Þorgerður Aðalgeirsdóttir

    22. November 2015

    Augnskuggarnir frá Lancome finnst mér dásamlegir. Á eina litla pallettu með bleikum og gráum litum og ég væri meira en til í þessa fallegu pallettu.

  54. Heiða María Angantýsdóttir

    22. November 2015

    Vá, hvað þið eruð líkar! Frábærlega flott förðun. Langar alveg ótrúlega mikið í þesa fallegu palettu. Uppáhalds varan mín frá Lancome er Artliner Eyeliner-inn :)

  55. Sjöfn Gunnarsdóttir

    22. November 2015

    Á akkúrat Lancome maskara núna, er mjög ánægð með hann og síðan elska ég ilmvatnið La vie est belle frá Lancome.

  56. Maríanna Bjarnleifsdóttir

    22. November 2015

    Grandiose maskarinn er sá besti!
    Rosalega væri ég til í svona pallettu….

  57. Ingunn Stefánsdóttir

    22. November 2015

    Hæ þetta lúkk er æði :)
    Uppáhalds Lancome vörurnar mínar eru Visionare serumið og Hypnose maskarinn og vonandi þessi sjúklega smarta paletta

  58. Guðrún Helgadóttir

    22. November 2015

    Já takk það væri æði að vinna svona flotta palettu

  59. Guðrún Sigríðu Magnúsdóttir

    23. November 2015

    Jæja þar sem ég hef ekki mikla reynslu af vörnum þá verður það að vera maskari og gloss.

  60. Sigríður magnúsdóttir

    23. November 2015

    Já takk til i svona pallíettu a dagkrem og hef att maskara rosa góður ,og fl

  61. Þórey Sif Þórisdóttir

    23. November 2015

    Þórey Sif Þórisdóttir
    Mig langar ofboðslega að eignast pallettuna hún er gordjöss!

  62. Þórey Sif Þórisdóttir

    23. November 2015

    Lancome Grandiôse maskarinn og La Vie est Belle edt ilmurinn eru í uppáhaldi ☺️
    Þórey Sif Þórisdóttir

  63. Helga Þóra Steinsdóttir

    23. November 2015

    Lancome granidose maskarinn er í miklu uppáhaldi og er mikið notaður :D, elska snapchatið hjá þér, ert búin að kenna mér mikið <3

  64. Hrafnhildur Lára Hafþórsdóttir

    23. November 2015

    Mamma þín er ekkert smá flott og sterkur svipur á ykkur :).
    Erfitt að velja eina en Grandiôse maskarinn er einn af uppáhalds vörum :)

  65. Rakel Rún Sigurðardóttir

    23. November 2015

    Hypnose maskarinn er í uppáhaldi og mikið sem ég væri til í þessa pallettu!

  66. Halla Björg Harðardóttir

    23. November 2015

    Mitt uppáhald er án efa Miracle Cushion farðinn! Dýrka hanna :)

  67. Nanna Birta Pétursdóttir

    23. November 2015

    Grandiose maskarinn er mín uppáhalds vara :)

  68. Ólöf Lilja Magnúsdóttir

    23. November 2015

    Ég hef ekki átt margar vörur frá þessu merki en langar mikið í þessa pallettu :)

  69. Já takk!..linkurinn að lancome fb síðunni virkaði ekki þegar ég smellti á hann, en annars er ég hrifin af hypnose maskaranum frá lancome :)

  70. Sara Ross Bjarnadóttir

    23. November 2015

    Hypnose maskarinn og Teint idole silky matt hafa lengi verið til í mínum förðunarvörum

  71. Ragna Helgadottir

    23. November 2015

    ég á ekki mikið af vörum frá Lancome en ég elska augnfarðahreinsinn þeirra!
    og ég myndi elska að fá þessa palettu!

  72. Ása F. Kjartansdóttir

    23. November 2015

    Já takk, væri gaman að eignast svona flotta augnskugga. Ég hef átt 2-3sinnum farða hreinsi sem er fljótandi og bæði fyrir húðina og augun, mjög gott þegar maður er að flýta sér, man ekki núna hvað hann heitir en hann er frábær.

  73. Sólveig Þórarinsdóttir

    23. November 2015

    Elska Lancome vörurnar og hypnose maskarinn er í uppáhaldi

  74. Jóhanna Gyða Hjartardóttir

    23. November 2015

    Erfitt að velja uppáhalds vöruna því þær eru svo margar en ætli ég verði ekki að segja andlitskremin, er búin að nota þau í svo mörg ár.

  75. Ingibjörg Ólafsdóttir

    23. November 2015

    Uppáhalds varan mín frá lancome er teint idole ultra 24h meikið þeirra! Er engin olía og fer súper vel með húðina mína

  76. Harpa Jónsdóttir

    23. November 2015

    Ég er voða skotin í Hypnose Drama maskaranum frá þeim :) Einnig nota ég alltaf olíu augnfarðahreinsirinn frá þeim, hann er æði!

  77. Guðrún Svava Stefánsdóttir

    23. November 2015

    Hypnose Drama maskarinn er minn uppáhalds :)

  78. Erla Dröfn Baldursdóttir

    23. November 2015

    Lancome augnfarðahreinsinn er minn uppáhalds. get ekki notað neinn annan.

  79. Ásgerður Júlía Ágústsdóttir

    23. November 2015

    Grandiose maskarinn er í miklu uppáhaldi ásamt varalitunm !

  80. Kolbrún Ósk Ómarsdóttir

    23. November 2015

    Ég hef ekki enn prufað vörur frá Lancome en væri mjög til í það :)

  81. Rikka Guðjónsdóttir

    23. November 2015

    Frábærar vörur og ég hef notað þær aðeins í gegnum tíðina . Uppáhaldið mitt þessa stundina er Liner Plume …snilldar eyeliner sem gott er að vinna með….getur ekki klikkað á lúkkinu þegar hann er notaður! Mig langar mikið að prófa nýju litiapallettuna :)

  82. Unnur Guðjónsdóttir

    23. November 2015

    Uppáhalds Lancôme varan mín er paletta sem ég er búin að eiga lengi og nota mjög mikið, hún heitir Le Carnet De Velours #01.
    Væri gaman að vinna þessa palettu, sérstaklega þar sem hún er hönnuð af Lisu Eldridge og að palettan býður greinilega upp á fjölbreytta förðun fyrir alla aldurshópa líkt og glæsileg förðun móður þinnar ber með sér :)

  83. Inga Bryndís Stefánsdóttir

    23. November 2015

    Uppáhalds varan mín frá Lancôme er Hypnose maskarinn ;-)

  84. Sigrún Svava Gísladóttir

    23. November 2015

    Það eru svo flottar vörur frá Lancome……. ég er voða hrifin af Hypnose maskaranum, svo á ég mjög gott sólarpúður frá Lancome :)

  85. Karen María Magnúsdóttir

    23. November 2015

    Ég á nokkra varaliti frá lancome sem eru æði. Sérstaklega góðir miða við verðmiðann!

  86. Dóra Kristjánsdóttir

    23. November 2015

    Í augnablikinu er Rénergie Lift Multi-Action Night uppáhaldsvaran mín frá Lancome, það er þó erfitt að velja,svo margar góðar vörur.

  87. Margrét Káradóttir

    23. November 2015

    Nún er það klárlega Grandiose maskarinn, hann gerir kraftaverk fyrir augnhárin mín :)

  88. Ragnhildur Kristjánsdóttir

    23. November 2015

    ég elska Hypnose maskarinn minn :D

  89. Ingibjörg Eva Sverrisdóttir

    23. November 2015

    Klárlega grandiose maskarinn! :) <3

  90. Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir

    23. November 2015

    Omg. Geggjuð palletta!!
    Guðrún Fema Sigurbjörnsdóttir

  91. Hjördís Pétursdóttir

    23. November 2015

    Skemmtikegt að lesa þessa færslu hjá þér.
    Uppáhalds Lancome varan mín er Teint Miracle farði! Hann er alveg dásamlegur.
    Kv. Hjördís Pétursd.

  92. Karen Lind Óladóttir

    23. November 2015

    Hypnose maskarinn er uppáhalds Lancome varan :)

  93. Kristey Þráinsdóttir

    23. November 2015

    Uppáhalds uppáhalds og aftur uppáhalds varan mín frá Lancome er tvímælaust Miracle Air de Teinte meikið frá þeim. Mér líkar ílla að hafa þétt make á andlitun, en nota make dags daglega. En ég elska léttu áferðina sem kemur á húðina þegar maður notar meikið, eins og nafinið segir til um svona bara eins og kraftaverk.
    Kv. Kristey

  94. Dagný Ólafsdóttir

    23. November 2015

    Ég held að uppáhalds varan mín frá lancome sé hypnose drama maskarinn :)

  95. Perla Hjartardóttir

    24. November 2015

    Hypnose maskarinn :)

  96. Sigurlaug H Valgarðsdóttir

    24. November 2015

    Lancome eru og hafa alltaf verið mínar uppáhalds snyrtivörur en vantar sárlega þessa glæsilegu augnskuggapallettu :)
    Er að nota Grandiose maskarann núna mjög góður og bifacil besta augnfarðahreinsirinn :)

  97. Sandra María

    24. November 2015

    Uppáhalds lancome varan mín er hálf mattur varalitagloss :)

  98. Margrét Milla Sigurjónsdóttir

    24. November 2015

    Hef aldrei verið jafn spennt fyrir augnskuggum og þegar ég sá þessar pallettur. Kominn tími á að skipta út 10 ára gömlu augnskuggunum mínum? ;)

  99. Svala Helga Eiríksdóttir

    24. November 2015

    Lancome maskarar klikka ekki, er núna að nota Hypnôse Volume A Porter og finnst hann æði (keypti meira að segja tvo í einu, svona til öryggis!) Ég hef varla þorað að nota sanseraða augnskugga einmitt út af þessu aldursbanni, hélt að þetta væri lögmál! Kannski maður prófi aftur :)

  100. Högna Kristbjörg Knútsdóttir

    24. November 2015

    Ekkert smá flott palletta !!! en uppáhalds varan frá Lancome er klárlega Hypnose maskarinn :)

  101. Erla Dóra Magnúsdóttir

    24. November 2015

    Hypnôse maskarinn :) Þessi palletta er klikkuð !

  102. Margrét Marín Arnardóttir

    24. November 2015

    Ég hef notað vörur frá Lancôme í gegnum tíðina og alltaf verið mjög ánægð. Mitt uppáhald er Hypnose maskarinn, en allir maskararnir frá Lancôme eru með þeim betri sem eru á markaðnum.

  103. Ágústa Ýr Sigurðardóttir

    25. November 2015

    Þessi palletta er æði! En uppáhalds er Hypnose maskarinn og teint idole ultra meikið :)

  104. Benedikta Björnsdóttir

    25. November 2015

    Falleg förðun og gaman væri að leika sér með nýju augnskuggapallettuna :) Uppáhaldið er Hypnose doll eyes maskarinn :D
    Benedikta Björnsdóttir

  105. Benedikta Björnsdóttir

    25. November 2015

    Glæsileg förðun :) Langar að leika mér með þessa augnskuggapallettu ;) uppáhaldið mitt er Hypnose doll eyes maskarinn, lögun burstans hentar mér svo vel. Hreinsivörurnar eru líka alveg geðveikar.

    Benedikta Björnsdóttir

  106. Ástríður Emma Hjörleifsdóttir

    25. November 2015

    Því miður þá hef ég ekki átt Lancome vörur í fjölda mörg ár :(

    Kv. Ástríður Emma Hjörleifsdóttir
    astah@hotmail.com

  107. Steinunn Ólafsdóttir

    26. November 2015

    Já takk :) væri vel þegið
    -Steinunn Ólafsdóttir

  108. Aldís Jana Arnarsdóttir

    26. November 2015

    Já takk væri rosalega til í nýja augnskugga í safnið. Uppáhalds varan mín er hypnose maskarinn

  109. Aldís Jana Arnarsdóttir

    26. November 2015

    Já takk væri rosalega til í þessa fallegu pallettu í safnið.
    Uppáhalds varan mín er hypnose maskarinn :)

  110. Kristín Nanna Vilhelmsdóttir

    18. December 2015

    hydra zen heldur húðinni minni í lagi!