fbpx

Makeup Nauðsynjar Sumarsins?

ChanelDiorEstée LauderLancomeMACmakeupMakeup TipsNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Í nýjasta tölublaði danska Elle er nokkrum makeupvörum stillt upp og tekið fram að þetta séu vörur sem séu nauðsynlegar fyrir sumarið. Mineralize Moisture Foundation frá MAC – miðað við lýsingar sem ég les mér um á internetinu þá er þetta fullkominn sumarfarði. Léttur steinefnafarði sem gefur húðinni raka og góða vörn yfir daginn – fullkominn fyrir okkur með þurru húðina! Ég hef alltaf verið voðalega hrifin af svona steinefnaförðum minn uppáhalds var frá Maybelline en hann var að hætta – kannski getur þessi tekið við hlutverkinu… hann er alla vega væntanlegur til landsins.Diorshow Iconic Overcurl – ég vona að ég sé ekki farin að hljóma eins og biluð plata með þennan maskara, en hann er virkilega góður. Hér fæst hann í svörtu, brúnu og bláu – Elísabet skrifaði um þann bláa í gær HÉR.
Rouge in Love frá Lancome – Varalitir í öllum regnbogans litum eru áberandi í makeup tískunni fyrir sumarið og þeir hjá Lancome segja að þetta sé varaliturinn sem allar konur elska að vera með – þaðan kemur nafnið. Varaliturinn endist á vörunum í alltað 6 tíma. Ég hef ekki prófað litinn en mér finnst líklegt að liturinn festi sig í varirnar og endist þess vegna lengi en það þarf kannski að bæta stundum á til að gefa vörunum smá auka búst af raka og ljóma – það er oftast þannig með svona vörur sem eru þekktar sem superstay. Emma Watson situr fyrir í auglýsingunum fyrir varalitina þar er hún með eldrauðan lit sem fer henni svo vel. Þarf að muna að athuga hvort þessir séu til hér á landi í næstu snyrtivöruverslunarferð:)Brúntóna Pure Color naglalökk frá Estée Lauder – Í blaðinu kemur fram að nude litir séu fallegastir á nöglum, ég er nú alveg sammála því og ég nota mikið svona brúntónanaglalökk því þau passa við allt. Að setja ljósbrúnt naglalakk á neglurnar er án efa ein fljótlegasta handstnyrting sem til er. Þær hjá danska Elle mæla sérstaklega með þessum lökkum frá Estée Lauder sem Tom Pecheaux aðalmakeup artistinn hjá merkinu gerði en því sem ég kemst næst er hugsunin á bakvið litina sú að allir geti fundið lit á naglalakki sem passar við sitt litarhaft svo einmitt neglurnar fái sem náttúrulegastan lit. Ég hef alltaf verið hrifin líka af naglalakksglösunum frá þeim þau eru svo falleg – finnst ykkur ekki – kv sú sem notar förðunarvörur sem stofustáss!Beiges púður frá Chanel – Gisele Bundchen er nýtt andlit fyrir förðunarvörurnar frá Chanel og herferðin fyrir þessi púður er sú fyrsta sem fyrirsætan situr fyrir í. Hún passar náttúrulega fullkomlega í herferð fyrir andlitsvörur því hún er með svo ofboðslega fallega húð. Les Beiges púðrin gefa húðinni fallega glóð – virkilega flott vara sem ég þarf líka að skoða betur í næstu snyrtivöruverslunarferð – kannski þetta púður passi inní umfjöllun sem ég er að vinna í sem er um highlighter…?The Finish Radiant Bronzing Powder frá Elisabeth Arden – Svona munstruð púður eru svo falleg finnst mér. Þetta hér er sólarpúður með sanseringu og fallegum bleikum tónum sem blandast við þann brúna þegar burstanum er nuddað í það. Sólarpúður er vara sem passar einmitt kannski betur á sumrin við sólarkyssta húð en í vetrarkuldanum – þetta er flott til að auka bæði við ljóma í húðinni og móta það með því að gera skugga í andlitinu.

Ég hef aldrei almennilega pælt í því hvort ég breyti mikið um venjur í minni dags daglegu förðun þegar árstíðarbreytingar verða eða hvort ég breyti því bara svona þegar mér dettur í hug. Ég ætla aðeins að reyna að fylgjast betur með því núna á næstu vikum. Ég passa reyndar alltaf uppá að nota vörur með sólarvörn hvort sem það er þá í rakakreminu eða farðanum.

EH

Trend - Tjullpils?

Skrifa Innlegg