Við mæðgurnar áttum saman fullkomið Laugardagskvöld um helgina. Dagurinn minn byrjaði í kynningum fyrir Shiseido í Hagkaup Smáralind og endaði á fallegustu jólatónleikum sem ég hef farið á.
Undanfarin ár höfum við mamma farið á jólatónleika, í fyrra voru það Frostrósir Klassík og þar áður Frostrósir. Í ár hófst kvöldið okkar með kvöldverði á Saffran í Kópavoginum, svo kíktum við í kaffibolla í Smáralind og loks lá leið okkar á jólatónleika systkinanna KK og Ellenar Kristjáns í Salnum. Þetta voru mjög lágstemmdir tónleikar svona miðað við geðveikina sem er á Frostrósum alla vega. Tónleikarnir voru mjög hátíðlegir og ég var með gæsahúð allan tímann. Ég veit ekki hvort þau eiga einhverja tónleika eftir en ef ekki þá mæli ég með þeim á næsta ári.
Við mæðgur vorum að sjálfsögðu – eins og mig grunaði – með sama varalitinn frá YSL, Rouge Pour Couture nr. 54 – sjá meira HÉR. Við þykjum mjög líkar og ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að vera stoppuð úta götu af æskuvinkonum móður minnar eða bara almennt af fólki sem þekkir hana sem bara sér að við erum mæðgur og biður mig að skila kveðju til hennar. Ég sé þetta kannski ekki beint sjálf – hvað segið þið erum við líkar? ;)
Ég klæddist:
Kápa: JÖR (já ég fór að ykkar ráðum og fékk mér hana)
Kjóll: Rokk og Rósir
Kimono: AndreA Boutique
Sokkabuxur: Shock Up 60 den frá Oroblu
Skór: Vagabond – skór.is
Ég var að eignast kápuna – um leið og ég mátaði hana aftur þá vissi ég að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég myndi ekki fá mér hana. Svo finnst mér bara fínt að borga sjálfri mér fyrir Reykjavík Makeup Journal með fötum – sem eigandi og starfsmaður finnst mér það snilld! Ég er svo ánægð með kaupin og ég hef notað hana á hverjum einasta degi síðan ég fékk hana.
EH
Skrifa Innlegg