fbpx

Lúxusburstar frá Real Techniques?

FallegtFörðunarburstarLífið MittMakeup ArtistReal Techniques

Það eru eflaust einhverjar sem skilja ekki beint spurningarmerkið sem ég setti fyrir aftan titilinn á þessari færslu en málið er að ég veit bara ekki alveg hvað er í gangi frá Real Techniques þó ég muni gera mitt allra besta til að komast að meiru um málið og veita ykkur upplýsingar eins og ég geri ávalt með mína uppáhalds bursta. En síðustu þrjá daga hefur Real Techniques nýtt sér Instagram til að teasa nýjustu burstunum sínum sem virðist á öllu vera sett af lúxusburstum sem mér sýnist vera 7 talsins, 3 silfraðir, 2 gylltir og 2 úr rósagulli. Ætli burstarnir séu ekki úr lituðu áli eins og þeir í settinu hennar Nic – Nic’s Picks sem kom hér síðast og eini burstinn sem hefur sést toppurinn á er með hvítum hárum og er nýr.

Hér sjáið þið myndirnar þrjár sem birst hafa á síðustu dögum – ég fylgist spennt með @realtechniquesbeauty og ég mæli með að þið gerið slíkt hið sama!

Screen Shot 2014-12-28 at 12.23.36 Screen Shot 2014-12-28 at 12.23.24 Screen Shot 2014-12-28 at 12.23.06

Síðustu ár hefur nýtt ár hafist með tilkynningu um spennandi nýjungar frá þessu merki og ég hlakka til að fá að vita meira um það sem er í gangi, ég efast um annað en að burstarnir komi til landsins og verði fáanlegir hér þegar líður á nýtt ár. Burstarnir eru alveg tryllingslega flottir á litinn og nýtt logo efst á burstum gefur til kynna að annað hvort sé hér lúxus sett á ferðinni sem verður líklegast aðeins dýrara en hinir burstanir já eða að það séu einhverjar breytingar framundan – ég hallast þó að fyrri ályktuninni.

Ég veit ekkert meira en þessar pælingar mínar en ég mun að sjálfsögðu fylgjast vel með og segja ykkur frá því sem ég kemst að ;)

Ég vona að Real Techniques hafi leynst undir trénu ykkar en ég meina það sem ég segi að þetta eru mínir uppáhalds burstar og einhverjir þeir bestu sem þið finnið á markaðnum í dag og ég nota nánast eingöngu bursta frá þessu dásamlega merki!

UPDATE:

Var að fá þennan link sendan frá vinkonu minni þar sem kemur fram að línan heitir Bold Metals – þeir silfruðu eru fyrir augun, gylltu fyrir grunninn og rósagylltu sem eru til að fullkomna förðunina á lokaskrefum hennar. Burstarnir eru meiri lúxus en þeir sem hafa komið áður og virðast vera meira hugsaðir fyrir förðunarfræðinga eða fyrir þær sem gera miklar kröfur til burstana sína. Ég veit svo sem ekkert hvernig burstarnir gætu orðið betri en þeir eru nú en þetta verður virkilega spennandi!

EH – mjög spennt!!!

p.s. seinna í dag birtist loks hátíðarförðunin frá YSL ;)

Jólin okkar

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karin

    29. December 2014

    Þessa verð ég að eignast! ALLA :)