fbpx

Jólin okkar

Jól 2014Lífið Mitt

Þið verðið að afsaka fjarveru mína síðustu daga en mér þótti afskaplega gott að hverfa í smástund, ná að hlaða batteríin almennilega, ná að njóta jólanna, ná að ná mér af þessum bakmeiðslum almennilega og bara hanga yfir Harry Potter, Lord of the Rings og Hobbitanum í sjónvarpinu og bíó að sjálfsögðu – já ég er algjör svona ævintýranörd í mér:)

En jólin okkar voru alveg dásamleg og við erum enn bara í miklu jólafríi, Tinni Snær á afmæli núna á þriðjudaginn og við erum eiginlega bara í fríi fram á næsta ár og erum bara að letihaugast – ég er að elska það! Svo þessa dagana erum við aðeins farin að undirbúa 2 ára afmælið sem verður haldið á næstu dögum – ég ætla sko ekki að ganga jafn langt og í fyrra, hef lært af reynslunni ;) Moli litli fékk Vidda dúkku í jólagjöf og Bósi mun bætast við á afmælinu, hér eru þetta uppáhalds karakterarnir og minn maður hefur ekki viljað sofna án Vidda frá því hann fékk hann svo Frozen æðið hefur fengið smá breik okkur til mikillar hamingju. Svo er bara sungið – ér deggjar i da! háum rómi og fagnað hástöfum hér er einn lítill maður sem er með það á hreinu að afmælisdagurinn er að renna upp.

En hér áttum við voðalega rólegt aðfangadagskvöld, eins og við vildum hafa það, við borðuðum klukkan 6, svo var það desertinn og pakkarnir, litli drengurinn var sofnaður rúmlega 8 en það er dálítil dagskrá hjá okkur á Jóladag svo við vildum að hann fengi að halda rútínunni sinni sem mest. Eins og áður var tréð okkar stútfullt af alls konar yndislegum gjöfum frá fjölskyldu og vinum og ég er ótrúlega þakklát fyrir þessar dásamlega fallegu gjafir. Mig langar að sýna ykkur gjafirnar sem ég fékk frá strákunum mínum, mömmunni fannst þær alveg fullkomnar og greinilegt að fjölskyldufaðirinn er dyggur lesandi og hann gat líka leitað sér að smá astoð í einni af minni uppáhalds verslun :)

jólagjafir

Feldurinn kom uppúr pakkanum frá Aðalsteini, mig hefur lengi langað í fallegan feld svo þeir feðgar gerðu sér ferð í Geysi og völdu þennan frá Feldur Verkstæði, hann er alveg fullkomin og svo hlýr og fallegur og verður mikið notaður. Hann passar t.d. fullkomlega við áramótadressið í ár sem ég ætla að sýna ykkur á morgun.

jólagjafir2

Hinn handgerði og dásmlegi ilmur LOVE frá MCMC Fragrances leyndist í pakkanum frá syninum. Það var ást við fyrsta þef  þegar nefið á mér komst í færi við þennan æðislega ilm sem fæst í JÖR – ég skrifaði einmitt um þá fyrir ekki svo löngu. Aðalsteini hefur aldrei tekist að gefa mér ilmvatn sem ég ekki á fyrir svo þeir feðgar voru voðalega lukkulegir með þetta val og móðirin líka :)

jólagjafir3

Svo kom einn auka pakki seinna um kvöldið sem beið mín á náttborðinu þegar við fórum að sofa. Pakkinn innihélt dýrðleg nærföt frá Lonely sem fæst líka í JÖR, nærfötin eru alveg ótrúlega falleg og ég er í skýjunum með þessar fallegu gjafir frá uppáhalds mönnunum mínum.

Jólin eru alveg dásamlegur tími og þeirra ber að njóta í botn, það er alla vega markmið mitt því það er alltof langt í þau næstu. Ég er farin að hlakka mikið til Gamlárskvölds en það er eitt af mínum allra uppáhalds og ég er mikil flugeldaáhugamanneskja. Í ár verð ég í fyrsta sinn ekki heima hjá mömmu og pabba svo það verður forvitnilegt að fá að upplifa eitthvað nýtt en í ár verðum við hjá bróður tengdamömmu í áramótaboði og ég efast ekki um að kvöldið verði æðislegt – við hlökkum alla vega mikið til :)

knús til ykkar og takk fyrir allt síðasta ár, ég ætla að reyna að ná einhverjum skemmtilegum annálum fyrir áramót en það fer að miklu leiti eftir því hvernig gengur að gera við tölvuna sem er enn biluð og þarf að fara aftur í viðgerð á morgun :(

EH

Gleðileg jól <3

Skrifa Innlegg