fbpx

Litrík Kvöldförðun

AugnskuggarAuguLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistMax FactorMaybellineSmashboxSnyrtibuddan mín

Þónokkrir dagar heima með veikt barn hafa gefið mér smá aukatíma til að eyða fyrir framan spegilinn – þessa örstuttu stund meðan barnið sefur. Í vikunni ákvað ég að prófa að gera förðunarlúkk sem ég hef lengi ætlað að gera en aldrei haft tíma til þess beint :)

Mér datt í hug að hugmyndin mín gæti jafnvel nýst ykkur sem eruð að fara á árshátíð innan skamms og langar kannski að breyta aðeins til.

Hér sjáið þið brúnt smokey með glimmer eyeliner og smá lit í augnkróknum….kvöldlitir kvöldlitir2 kvöldlitir3kvöldlitir5Hér sjáið þið vörurnar sem ég notaði…kvöldlitir6Byrjið á því að grunna augnlokið með Color Tattoo augnskugga frá Maybelline í litnum Permanent Taupe (þessi er must have í snyrtibudduna!). Næst ber ég brúna, matta Eyestudio Mono augnskuggann frá Maybelline í litnum Chocolate Chic yfir kremaða augnskuggann. Setjið svo kremaugnskuggann meðfram neðri augnhárunum en ekki alveg útí innri augnkrókinn. Takið svo glimmereyelinerinn þessi heitir Sparkling Brown og er frá Make Up Store og setjið hann meðfram efri augnhárunum en ekki alveg inní innri augnkrókinn. Takið svo túrkis litinn í Master Drama Chromatic s eyelinerunum frá Maybelline (líka til fjólublár og gylltur) og setjið inní augnkrókinn. Notið svo örmjóan bursta til að dreifa létt úr eyelinernum bara til að mýkja línuna. Berið svo maskara á augnhárin – hér setti ég Masterpiece Max maskarann frá Max Factor. Loks setti ég Love Me eyeliner tússpennann frá Smashbox inní vatnslínuna í kringum allt augað!
kvöldlitir7Ég er búin að ofnota Color Tatto augnskuggann frá Maybelline, ég hef ekki séð svona lit hjá neinu öðru merki – hann er ekki einu sinni til í Paint Pot litunum frá MAC. Þennan nota ég sem grunn undir nánast allar dökkar aungfarðanir og svo er hann líka ótrúlega flottur einn og sér :)

Góða helgi!

EH

Marc færir okkur vorið

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Inga Rós

    16. February 2014

    Love me tússinn inn í augað? Hef alltaf gert ráð fyrir því að það mætti ekki..þarf e-ð að endurskoða það haha :) Er að elska þetta lúkk, brúnt og túrkis er algjört uppáhalds.

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. February 2014

      Tússinn verður bara svo stílhreinn í augunum – finnst stundum subbulegt þegar ég set gel eyeliner eða blýant :)

      • Inga Rós

        16. February 2014

        Þú segir nokkuð, ég prufa þetta :)