fbpx

Litaður eyeliner við bleikar varir

AuguÉg Mæli MeðEyelinerLúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniSmashboxSS14

Ég er alveg húkkt á Always Sharp eyelinerunum frá Smashbox þessa dagana. Ég nota yfirleitt ekki mikið vax eyelinera helst af því mér finnst svo leiðinlegt að ydda þá, skrúfblýantar eru skárri en þá þarf svo sem líka að ydda. Ég fékk þennan flotta græna lit úr 3D línunni af eyelinerunum sendann frá Smashbox. Í 3D linerunum er smá glimmer og sansering í formúlunni sem skilar sér í fallegri áferð á eyelinernum. En Always Sharp Eyelinerarnir frá Smashbox þarf aldrei að ydda – hann yddar sig sjálfur um leið og maður skrúfar á hann lokið – þetta er snilld ogeyelinerinn er alltaf eins.

Liturinn finnst mér fara mínum brúnu augum vel um daginn skellti ég í þessa einföldu augnförðun með græna litnum og fannst upplagt að setja bleikan gloss sem ég fékk í goodiebag við förðunina.

grænneyeliner6

Litrík og sumarleg förðun sem er fullkomin fyrir morgundaginn!

grænneyeliner2

Vörurnar sem eru í aðahlutverki:

Gloss: Lip Enhancing Gloss frá Smashbox í litnum Pop
Eyeliner: Always Sharp Eyeliner frá Smasbox í litnum Pacific

grænneyeliner

Oddurinn á eyelinernum verður alltaf svona eftir að þið hafið skrúfað tappann á hann. Ég geri ráð fyrir því að það sem hann yddar af sitji eftir efst í tappanum – án þess að vita það 100% – gæti líka verið að hann þrýstist bara niður svo ekker fari til spillis.

grænneyeliner5

Að nota svona bartan eyeliner undir augun gerir það að verkum að það birtir svo sannarlega yfir þeim. Til að stækka augnsvæðið enn meira gætuð þið svo notað flatan förðunarbursta og dregið línuna aðeins útmeð auganu og sett þannig smá spíss á hana – gæti komið vel út með þessum eylinerum þar sem þeir eru mjúkir og einfalt að vinna með þá:)

EH

Vikan mín í naglalökkum

Skrifa Innlegg