fbpx

Litaðir Maskarar #3

AuguMakeup ArtistMakeup TipsMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Þá er ég loksins búin að hafa tíma til að prófa Babydoll maskarann frá YSL almennilega. Ég sagði ykkur stuttlega frá honum HÉR – en fyrirsætan Cara Delevingne situr fyrir í herferðinni fyrir maskarann.

Af því ég er búin að vera að fjalla um litaða maskara hentaði vel að prófa maskarann í bláu en hann fæst líka í svörtu, brúnu og fjólubláu.

Hér sjáið þið útkomuna:

SONY DSC

Blái liturinn finnst mér mjög fallegur og náttúrulegur. Hann dökknar samt töluvert þegar hann er komin á augnhárin mín. Mér finnst þó liturinn gera heilan helling því það birtir svo sannarlega yfir augunum. Þið sjáið bláan bjarma á augnhárunum á myndunum hér fyrir neðan ef þið skoðið þær vel.

SONY DSCSONY DSC

Greiðan nær að teygja vel úr augnhárunum og til þess að ná fullri lengd er mikilvægt að fylgja augnhárunum eftir alveg fram í enda. Eitt af því sem ég kann að meta við maskara með gúmmíbursta er að ég næ auðveldlega að fara með greiðuna alveg uppvið rótina og næ að þekja augnhárin öll.

Hárin á burstanum sjálfum eru í mjög passlegri lengd – þau eru nógu löng til að umlykja augnhárin en frekar stutt svo þau ná til allra augnháranna líka þeirra minnstu. Formúlan er þétt og augnhárin stífna svo það þarf ekkert að pæla í því að augnhárin falli niður eftir því sem líður á daginn.

SONY DSC

Hér sjáið þið litina eins og þeir eru – augnhárin mín eru náttúrulega mjög dökk fyrir svo blái liturinn sést kannski ekki jafn vel á þeim eins og á ljósum augnhárum. Ég myndi lýsa litunum sem dökkum pastellitum svo þeir gefa augunum fallegt yfirbragð. Blái liturinn smellpassar fyrir brún, grá og blá augu á meðan fjólublái er flottur fyrir græn og líka brún augu.

Ég er kolfallin fyrir YSL möskurunum og sérstaklega lyktinni af þeim – vá hún er æði og ég hvet ykkur sem hafið ekki prófað YSL maskara að þefa af þeim;)

EH

Varalitadagbókin #19

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. ágústa

    8. September 2013

    Mér finnst þessir lituðu maskarar mjög spennandi. Hvaða litur heldur þú að passi best fyrir ljóshærða með blá augu?

    • Reykjavík Fashion Journal

      8. September 2013

      Hiklaust blár! En svo fer þetta líka dáldið eftir því hversu bláan lit þú vilt. Þessi er mjög plain bara og hver sem er gæti notað hann því hann er dökblár. Hins vegar er annar blár maskara frá YSL sem heitir Volume Effet Faux Cils og liturinn heitir Extreme Blue. Mér finnst hann æðislegur en hann er einmitt í næstu færslu sem ég ætla að gera um litaða maskara;)

  2. ágústa

    8. September 2013

    Snilld ég fylgist spennt með ;) Takk!