fbpx

Lífið á Instagram síðustu daga

Lífið Mitt

Mér finnst alveg ómissandi að deila með ykkur skemmtilegum augnablikum úr lífi mínu og hvernig er betra að gera það nema með Instagram myndum. Hér fáið þið smá innsýn inní mitt persónulega líf síðustu daga – í gegnum Instagram myndirnar mínar…

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.02 PM

Með yndislega frænda mínum honum Sigga Val í afmæli hjá frænku okkar.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.12 PM

Maskakvöld! Dekurkvöld sem ég og húðin mín áttum um helgina sem endaði á uppáhalds Silicia Mud maskanum frá Bláa Lóninu.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.20 PM

Áður en ég setti maskann á notaði ég skemmtilegasta skrúbbinn sem ég á – svarta Pure Ritual skrúbbinn frá Helenu Rubinstein. Ótrúlegt hvað skrúbbur getur slegið í gegn sérstaklega fyrir það að vera svartur (hann hreinsar húðina auðvitað líka sjúklega vel!).

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.30 PM

Fyrst hreinsaði ég húðina vel með nýja hreinsiburstanum frá Olay sem ég er vægast sagt búin að fá fullt af fyrirspurnum um eftir eitt Instagram video sem ég deildi. Þið fáið að vita allt um hann seinna í vikunni en ég ætla líka að gefa eitt stykki af honum – já og hann fæst í Hagkaup Kringlu og Smáralind ;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.40 PM

Skápatiltekt er nauðsynleg reglulega en ég fyllti tvo svarta ruslapoka með fötum sem ég þarf að losna við – fatamarkaður framundan!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.47.51 PM

Kíkti í Esprit fyrir helgi og kolféll fyrir þessu fallega pilsi sem fékk að koma með mér heim. Sumarlegt við bera leggi en elegant við svartar sokkabuxur og einfaldan stuttermabol.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.01 PM

Ég naut þess að eiga góða stund með sjálfri mér á kaffihúsi einn morguninn í síðustu viku. Embyolisse kremið mitt fékk að koma með og þessi girnilega gulrótarmúffa var frábær með kaffibollanum.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.07 PM

Hér er hreinsiburstinn fallegi – ásamt mynd sem var tekin af Tinna eftir fyrstu baðferðina hans.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.16 PM

Nýr bolli í safnið – múmín mamman fyrir mömmuna.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.25 PM

Moli og mamma á kaffihúsi – þennan elska ég meira en allt annað í lífinu!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.35 PM

Eftir nýjasta sýnikennslumyndbandið – engir förðunarburstar ;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.45 PM

Við fjölskyldan fórum í ísbíltúr eftir vinnu og sætilíus var mun hrifnari af því að nota hendurnar til að skófla uppí sig ísnum sem var í þetta sinn hvítt súkkulaði!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.52 PM

Á leið á deitkvöld með kallinum með nýtt úr sumarlínu Chanel – sem þið fenguð að sjá betur hjá mérí gær.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.48.59 PM

Sól – sólglerugu og glossaðar varir – sumarið 2014 byrjar svo vel!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.06 PM

Þessi fallega Pieces hálsfesti fékk að koma með mér heim frá Miðnæturopnun Kringlunnar fyrir nokkru síðan – fæst í Vero Moda.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.11 PM

Þessir eru snild og verða ofnotaðir í sumar – úr uppáhalds Bianco!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.35 PM

Mynd af útskriftarmyndinni minni þegar ég kláraði Versló. Kjólinn keypti ég þremur árum áður en ég útskrifaðist og hann beið inní skáp þar til þessi dagur rann upp. Í ár eru 5 ár síðan ég kláraði skólann – alveg ótrúlegt hvað margt getur gerst á svona fáum árum. Nú bíður þessi kjóll inní skáp eftir nýju ævintýri og mögulega nýjum eiganda. Hann hefur ekki verið notaður síðan þarna en ég hef þó ekki enn fengið mig til að selja hann – kannski kemur að því á fatamarkaði sumarsins.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.43 PM

Kosningadress sem þið hafið fengið að sjá áður – elska þessar buxur úr Selected!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.50 PM

Snærinn minn kom með mér að kjósa – hann benti þó ekki á bókstafinn sem móðirinn merkti við en ég get þó ekki sagt að mér hafi litist illa á val hans.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.49.57 PM

Uppáhalds skórnir mínir í Bianco – ótrúlega gaman að fá að gera þetta með svona flottri verslun!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.14 PM

Gular rósir eru í miklu uppáhaldi – þessar eru náttúrulega óendanlega sumarlegar!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.21 PM

Fallegt lakk frá Barry M – æðislegar vörur!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.26 PM

Nýjungar frá fallega MAC – Varalitablýantinn fáið þið að vita meira um á morgun, snilldarvara!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.32 PM

Must buy tímarit fyrir förðunarfíkla eins og mig;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.38 PM

Snærinn og Mía litla að kveðjast einn morguninn áður en sá yngri fór til dagmömmu.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.46 PM

Fallega dótakarfan hans Tinna Snæs frá 3 Sprouts – fæst á andarunginn.is

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.53 PM

Sumarbollinn frá Múmín bættist í safnið fyrir stuttu. Ég held ég þurfi bráðum sér eldhús fyrir alla fallegu bollana mína!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.50.58 PM

Besta handsápa sem ég hef keypt! Mæli eindregið með vörunum frá Aesop sem fást í Madison Ilmhúsi. Ég keypti svo sjampó og hárnæringu frá merkinu sem ég og hárið mitt erum að elska í botn!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.04 PM

Mattar varir með Matte Me lit frá Sleek – meira á haustfj0rd.is

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.12 PM

Þennan fallega skýjabakka fékk ég í Hrím Eldhús – myndin var tekin til að taka þátt í Instagram leik sem verslunin var með og viti menn ég vann! Ég fékk í staðin 20.000kr gjafabréf sem ég get ekki enn ákveðið hvað ég á að gera með – held samt koparlituð Stelton kanna;)

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.20 PM

Undursamlega falleg rós sem var props í myndatöku sem ég gerði með frábæru fólki um daginn.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.27 PM

Í sömu myndatöku bjó ég til augnskugga og varalit með því að blanda öðrum vörum saman sem var kannski ekki ætlað það hlutverk sem þau fengu í þessari myndatöku.

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.33 PM

Bakvið tjöldin í fataleik sem ég fékk að fara í í Esprit um daginn – ég er enn að hugsa um þennan fallega jakka!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.51 PM

Andreu appelsínusúkkulaði sem ég fann í vasanum mínum um daginn – aðeins of gott. Pinnahælarnir sem þið sjáið svo á þessari mynd eru einmitt innihald Bianco pokans hér neðar…

Screen Shot 2014-06-15 at 10.51.58 PM

Allt útum allt eftir fyrstu brúðarförðun sumarsins!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.52.07 PM

Sjúklega flottu neon lituðu lökkin frá OPI – sem voru að koma aftur í búðir!

Screen Shot 2014-06-15 at 10.52.14 PM

 

Föstudagsglaðningur einn daginn – pinnahælarnir á myndinni hér ofar :)

Eins og alltaf er öllum frjálst að adda mér á Instagram – þið finnið mig undir @ernahrund :)

EH

Munstur einkenna fataskápinn...

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Hildur

    18. June 2014

    Hæ Erna. Sá þú vísaðir á Sleek förðunarvörurnar hjá haustfjord.is. Hefur þú notað contour vörurnar? Langar að prófa, en maður er orðinn svo sturlaður af að búa á Íslandi, að þetta lága verð gefur mér ekki til kynna mikil gæði. Hvað segir þú?

    • Hæ Hildur! Já ég fýla Sleek vörurnar í botn – Heiðdís kynnti mig fyrir þeim fyrir þremur árum síðan og ég hef prófað þónokkrar vörur frá þeim og líkar mjög vel, ég hef reyndar ekki prófað mótunarvörurnar ennþá en augnskuggarnir og varalitirnir finnst mér mjög góðir. Gæði og verð haldast sjaldan í hendur að mínu mati og ódýrar vörur gefa ekkert eftir í góðum gæðum – oft munar bara svo svakalega á umbúðaverði á milli þessara merkja :) Ég myndi alla vega mæla með því að þú prófaðir:)

  2. Sigrún

    18. June 2014

    Mig langar svo að forvitnast – mælir þú með einhverju góðu gulu (fallega pastelgulu) naglalakki á ódýru verði?

    • Varstu búin að skoða pastellökkin frá L’Oreal – þau eru mjög fín kosta undir 1000kr og það er til mjög fallegur ljósgulur litur:)