fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup Tips

Laust litlaust púður er hægt að nota í margt – ekki bara förðunartengda hluti. Stundum er algjörlega málið að láta hugann reika og prófa sig áfram.

Hér eru nokkrar hugmyndir frá mér til ykkar um notkun púðursins:

Í fyrsta lagi er æðislegt að nota púðrið til að matta niður glans í húðinni. Mér finnst sjálfri best að matta ekki alla húðina heldur skilja smá glans eftir eins og á kinnunum, undir augabrúnunum, enninu og hökunni.

Ef þið viljið fá þykkari augnhár þá getið þið strokið smá púðri yfir augnhárin á milli tveggja umferða. Passið að setja ekki of mikið af púðri svo maskarinn klumpist ekki. Það er mjög gott að nota hreina maskaragreiðu til að setja púðrið á augnhárin.

Til að fjarlægja olíubletti af silkiefni. Sjálf hef ég ekki prófað þetta heldur las ég þetta á netinu. En næst þegar ég lendi í þessum aðstæðum þá ætla ég klárlega að prófa þetta. Talk púður (barnapúður) er notað til að draga úr olíu í húðinni svo afhverju ætti þetta ekki að virka. Setjið smá af púðrinu yfir blettinn og leyfið því að liggja á því yfir nótt. Strjúkið púðrið svo af efninu og bletturinn ætti að vera farinn.

Alveg eins og með þurrsjampó – HÉR – þá er hægt að nota laust púður til að gefa þreyttu hári lyftingu. Stráið smá púðri í rót háranna og hristið það til.

Til að mýkja áferð augnskugga á augum. Mér finnst oft gott að nota litlaust púður til að mýkja upp útlínur augnskugga svo augað fái mjúkt yfirbragð. Mér finnst fallegra að hafa mjúkar línur heldur en hvassar og beinar nema það sé einmitt það sem ég vil.

Annað ráð sem ég hef ekki sjálf prófað en mér finnst mjög sniðugt er að strjúka smá púðri yfir fæturnar ykkar þegar þið farið í fína spariskó sem gætu meitt ykkur. Púðrið kemur þá í veg fyrir að efnið í skónnum nuddist harkalega við húðina ykkar sem getur orsakað blöðrur eða hælsæri.

Nokkur skemmtileg ráð og þó svo að þið prófið þau kannski ekki öll þá mæli ég alltaf með maskararáðinu – það virkar!

EH

Við Seljalandsfoss

Skrifa Innlegg