fbpx

Laugardags ljúfmeti

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Laugardagskvöldið síðasta áttum við unnustinn stefnumót í sófanum heima. Við komum drengnum í bólið og elduðum okkur svo humar – smá lúxus í gangi.
humar2 humarVið gerðum humarinn með eftirfarandi uppskrift. Ég mæli svo hiklaust með henni – ég fann hana sjálf HÉR – reyndar er ég búin að einfalda hana aðeins en hún er ekker síðri.

500gr smjör við stofuhita
2 stk hvítlaukar
1 rautt, fræhreinsað chilli
1 búnt steinselja
Salt & Pipar

Allt er þetta sett saman í matvinnsluvél, humarinn er tekinn uppúr skelinni og svarta röndin hreinsuð úr. Svo leggjum við humarinn ofan á skeljarnar og smyrjum halana með heimagerða hvítlaukssmjörinu. Loks hellum við smá rjóma yfir allt saman – en það verður að vera vökvi til að geta dýft snyttubrauðinu sem við höfum með ofan í.

Við höfum komist að því að það er nauðsynlegt að eiga stundum stefnumót bara inní stofu. Maður þarf ekki alltaf að fara eitthvað fínt út að borða, stundum má alveg bara elda eitthvað fínt heima. Ég held það sé mjög mikilvægt að passa uppá að þegar maður verðu mamma og pabbi að það gleymist ekki líka að vera unnusta og unnusti. Eins yndislegt og foreldrahlutverkið er þá elska ég líka að vera unnusta mannsins míns og stundum þarf maður að passa uppá að halda rómantíkinni á lofti og tala um eitthvað annað en hversu margar bleyjur Tinni fór í gegnum yfir daginn:)

EH

Upptökudagur!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erna Viktoría

    6. March 2014

    Deit frammi í stofu eru best :)