Það má svona nánast segja að ég sé enn í spennufalli eftir síðustu viku. Uppáhalds Essie lökkin mín eru nú loksins fáanleg hér á Íslandi – íslenskum konum til mikillar gleði miðað við hvað nú þegar margar eru greinilega búnar að tryggja sér flotta liti.
Lökkin hafa verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég prófaði þau fyrst og það er helst þessi æðislega formúla sem er ekki lík neinni annarri sem ég hef prófað sem heillar mig. Æðislegt litaúrvalið er svo ekki til að skemma fyrir og pensillinn sjálfur er æði en hann er með breiður með kúptum enda sem gerir það að verkum að hann þekur nöglina alla með einni stroku.
Í samstarfi við Essie á Íslandi langar mig að gleðja 3 heppna lesendur með fjórum af mínum uppáhalds lökkum fyrir sumarið.
Ég átti svakalega bágt með mig þegar ég þurfti að gera uppá milli allra fallegu litanna hjá Essie en ég ákvað að velja liti sem myndu höfða til sem flestar og lita sem yrðu fullkomnir fyrir sumarið!
Sand Tropez
Þessum lit kynntist ég fyrst fyrir einu og hálfu ári síðan á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Hann var notaður á sýningu Wood Wood og ég kolféll fyrir honum. Þetta er hinn fullkomni nude litur sem passar við allt saman. Þessi er skyldueign í mínu safni og ætti að vera það líka í ykkar!
Mint Candy Apple
Mér finnst þessi litur svo krúttlegur! Einn af þeim sem ég fékk mér síðasta sumar. Virkilega bjartur og fallegur mintugrænn litur sem er fullkominn fyrir sumarið. Hugsið ykkur þegar maður er komin með smá lit hvað hann á eftr að tóna vel við sólkyssta húð – perfekt!
Bikini so Teeny
Þessi verður auðvitað að vera á listanum en ekki hvað – vissuð þið að þetta er mest seldi naglalakkalitur í heimi? Ekki það að það komi á óvart þessi ætti að vera í öllum snyrtibuddum fyrir sumarið – hann er að hverfa hratt úr hillunum hér á Íslandi svo það er um að gera að tryggja sér hann sem allra fyrst.
Cute as a Button
Þetta er einn af nýjustu litunum í safninu mínu og ég heillaðist strax af honum. Það er algjört must að eiga fallega kóralbleikt naglalakk í safninu og ég veit nú um eina vinkonu mína sem þarf að eignast þennan lit (hvernig líst þér á Sirra!;)) – Hrikalega sumarlegur og flottur litur!
Það sem ég elska mest við Essie er formúlan – hún er svo áferðafalleg, létt en samt þétt og liturinn þekur svo svakalega vel. Endingin er líka toppurinn og það er alltaf hægt að auka hana enn meira með flottu undir og yfirlökkunum hjá merkinu.
En ég í samstarfi við Essie á Íslandi ætlum að starta smá fjöri saman og gefa þremur lesendum þessa fjóra liti. Það er lítið sem þarf að gera nokkrir smellir hér og þar…
1. Deilið þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.
2. Smellið á like takkann á síðu lakkanna á Íslandi – ESSIE ICELAND.
3. Skrifið athugasemd við þessa færslu undir fullu nafni og segið mér hver ykkar uppáhalds Essie litur er!
Ég dreg svo úr öllum athugasemdum eftir helgi***
Hlakka til að sjá hver ykkar uppáhalds Essie litur er!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Leikurinn er unninn í samstarfi við Essie á Íslandi og engin greiðsla var þegin fyrir hann.
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg