fbpx

Grillsumarið mikla 2015!

Lífið MittSS15

Eitt af því sem ég elska við sumarið er grillmatur. Ég fæ bókstaflega ekki nóg af grillmat helst vil ég svínakjöt og gott kartöflusalat, köld sósa og ferskt salat með – vá hvað ég fæ vatn í munninn við að skrifa þetta. Þetta er lúmkst áhugamál hjá okkur parinu – grillmatur og við söfnum alls kyns skemmtilegum grillbúnaði, já við erum komin í úthverfin og að verða vísitölufjölskylda… :)

Ég kíkti á lagersölu hjá heildsölunni Ásbirni Ólafs á milli funda í gær – ég varð bara að ganga úr skugga um hvort þar væri múmínbolla að fá þar sem heildsalan flytur þá inn fyrir verslanir hér á landi. En engir slíkir en nóg af flottum grillvörum svo ég keypti nokkrar sem glöddu Aðalstein svona svakalega – no joke.

lagersala2

Grilltangir, spaði og gafall, grillbakki, súkkulaði – á ingen ting eða 2000kr!

lagersala

 

Svo sá ég þessa krúttlegu krukku á 500 kr og ákvað að grípa hana með mér líka – sæt á snyrtiborðið fyrir eyrnapinna. 2000 kr fyrir þetta góss finnst mér svo lítið að ég varð að skella í eina færslu og hvetja ykkur til að kíkja við því það er hægt að gera mjög góð kaup. Ég var með myndavélina útí bíl og ákvað að grípa hana með mér inn og smella af nokkrum myndum til að gera færsluna enn skemmtilegri…

Ég fann lagersöluna bara á Facebook – þarna er hægt að gera góð kaup fyrir sumarið þarna eru meirað segja úti húsgögn! Svo ef þið eruð mikið útilegufólk eða eigið sumarbústað þá getið þið byrgt ykkur vel upp þarna. Kíkið endilega á eventinn HÉR – sjáið opnunartímana.

En nú er planið að koma sér útí þetta góða veður hér hefur bara verið legið uppí rúmi síðan 8 í morgun allir í letikasti. En nú er það bakarí og sund í ljúfa veðrinu – njótið dagsins!

EH

Langaði svo bara að koma því á framfæri að færslan er ekki skrifuð gegn neins konar greiðslu bara góðlátleg ábending til ykkar sem sjáið ef til vill eitthvað flott á myndunum og viljið gera góð kaup eins og ég :)

Rakabomba frá BIOEFFECT

Skrifa Innlegg