fbpx

Langar þig í 20.000kr gjafabréf í VILA?

Ég Mæli Með

Jú þið lásuð rétt! Ég í samstarfi við uppáhalds verslunina mína – VILA – ætla að standa fyrir smá leik og verðlauna þátttakendur með gjafabréfi í versluninni eða pari af uppáhalds buxunum mínu, Just Jute frá Pieces.

Það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að vera með og eiga kost á því að eignast gjafabréfið eða nýjar Just Jute buxur fyrir haustið er að tagga ykkar VILA myndir á Instagram með @vilaclothes_iceland.

Hér eru hugmyndir að myndum frá mér @ernahrund og @vilaclothes_iceland – getið líka smellt á heiti síðunnar í þessari færslu sem sendir ykkur á prófíl VILA á Instagram. Myndirnar geta verið af dressum, af innkaupapokum, af búðinni sjálfri af flík úr búðinni sem er á óskalistanum ykkar – alls konar.

Just Jute buxurnar eru einar af þægilegustu buxum sem ég hef átt! Ég á þrjá liti – gráar þvegnar, bláar þvegnar og hvítar og ég þarf að fara að bæta fleiri litum í safnið fyrir haustið. Ég staðnaði aðeins í innkaupum á buxum núna í sumar. Það sem elska við þessar buxur er efnið sem þær eru úr. Það er svo gott að klæðast þeim og þær eru alltaf eins – mínar hafa alla vega ekki minnkað í þvotti :)

Ég hlakka til að fylgjast með myndunum ykkar og því sem ykkur dettur í hug – mögulega munu skemmtilegar myndir birtast á Instagram síðu VILA svo fylgist endilega með!

Merkið ykkar VILA myndir á Instagram með @vilaclothes_iceland og þið eruð með í leiknum. 20.000kr gjafabréfið mun svo nýtast ykkur vel því á næstu vikum koma fullt af falleg vörum í búðina sem ég sá núna í febrúar í Kaupmannahöfn. Ég er án gríns búin að vera að spara til að geta eignast bæði æðislega úlpu sem er að koma og leðurbuxurnar mínar fallegu sem fara loksins að koma til mín – jeijj!!

Sigurmyndirnar þrjár munu svo birtast á síðunni minni eftir helgi – eigendur tveggja mynda fá Just Jute buxur að eigin vali og eigandi einnar myndar fær 20.000kr gjafabréf í búðina :)

EH

Draumaflík fyrir íslenskt haust

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Hafdís Tinna

    7. August 2014

    Svo þægilegar buxur! Og flottar :)

  2. Hildur Sif

    7. August 2014

    Vila er bara svo sjúklega flott búð með svo gott verð! Á ófáar flíkurnar þaðan :)

  3. Rut R.

    7. August 2014

    æjjj þetta komment á ekki beint heima hér…en ég læt vaða.. :)
    hefur þú prufað Sally Hansen airbrush legs? og ef svo er, mælir þú með því?

    kv. Rut

    • Ekkert mál:) En ég hef ekki prófað þetta að mig minni en ég vel helst alltaf St. Tropez sjálfbrúnkuvörurnar mér finnst þær bestar og það er til svipað sprey hjá þeim ;)