fbpx

Draumaflík fyrir íslenskt haust

Á ÓskalistanumFashionFW2014Lífið MittTrend

Ein af þeim flíkum sem mér fannst standa uppúr á tískuvikunum í byrjun ársins sem sýndu tískuna fyrir komandi haust var ullarsláin frá Burberry Prorsum. Litirnir, lögunin og notagildið stóð uppúr og ég er greinilega ekki sú eina sem heillaðist af henni og þrátt fyrir að sláin hafi verið hönnuð með næsta haust í huga eru nóg af slám komnar í umferð miðað við margar þessara mynda…

Ó hvað hún er dásamleg! Burberry sláin er mögulega ekki alveg líkleg til að verða mín þar sem ég yrði óneitanlega að vinna í lottói til þess… ;)

Í stað hennar yrði þó ekki slæmt að eignast eina svona Katanes slá frá uppáhalds Farmers Market – ég elska yfirhafnirnar sem ég á nú þegar frá merkinu og ég væri alveg til í að eignast fleiri og þá sérstaklega eina sem ég get vafið mig inní!

FarmersMarket_K9A2805_wide_01_small_1200x650

Ég veit ekki með ykkur en ullarslá myndi fullkomna fataskápinn minn fyrir haustið – slá, nýr pels og hlý úlpa eru á innkaupalistanum mínum… ;)

EH

Kristjana förðunarfræðingur Lancome

Skrifa Innlegg