fbpx

Lakk fyrir varirnar

GoshMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS14Varir

Hvað er flottara á svona fallegum sólardegi en flottar, glansandi varir með frísklegum lit! Ég veit það varla og í dag fékk einn gloss sem gerir einmitt það að fylgja mér í vinnuna á þessum dýrðardegi. Glossið finnst mér koma í sérstaklega skemmtilegum umbúðum og við fyrstu sýn gæti það alveg verið eitthvað annað en gloss – alla vega þá hélt ég alla vega að um naglalakk væri að ræða…

naglalakkagloss2

Glossin sem um ræðir eru ný frá danska merkinu Gosh en ég var að enda við að lofa CC kremið frá þeim nú fyrir stuttu. Þar af leiðandi er ég líka orðin svo spennt fyrir vörunum frá merkinu og forvitin að sjá hvort fleiri vörur slá ekki í gegn hjá mér. Þessi gloss fóru alla vega létt með það. Einfaldar og skemmtilegar umbúðir sem eru ólíkar því sem við eigum að venjast með glossin. Eina sem ég hef áhyggjur er að þegar ég fer að komast í botninn á glösunum hvernig ég eigi að ná glossinum upp en ég held það sé þá upplagt að nýta bara lengri bursta úr öðrum gloss til að ná til botns í glasinu.

Formúla glossanna er ekkert sérlega létt en glossinn klístrast ekki heldur. Þau mynda eiginlega filmu yfir vörunum og gefa þeim fallegan glans og flottan lit. Litirnir sem þið sjáið hér að ofan eru þó ekki bara ólíkir í tón heldur líka í styrkleika. Því eins og þið sjáið á myndinni fyrir neðan þá er liturinn í bleika glossinum alls ekki jafn sterkur og liturinn í þeim rauða. En glossin heita einmitt Lip Laquer svo þetta eru kannski beint ekki gloss heldur svona mitt á milli þess að vera gloss og litsterkur varalitur – eða kannski ættum við bara að segja að þetta sé lakk fyrir varirnar.

naglalakkagloss

Ég hef ekki enn haft tækifæri né tilefni til að prófa rauða litinn en ég hlakka til. Ég held að varirnar verði alveg extra fínar með þennan lit á sér – mér finnst hann ótrúlega elegant. Bleiki liturinn er þó töluvert settlegri og auðvitað liturinn sem ég skarta í dag – dags daglega er ég svon lítil punt manneskja en ég setti þó reyndar upp bláan maskara í sólinni!

Litirnir sem þið sjáið hér eru nú þegar fáanlegir hjá Gosh á Íslandi en þær vörur fáið þið t.d. í Hagkaupum og Lyfju. Formúla glossanna er án paraben efna sem eru eflaust gleðifréttir fyrir þær sem eru með ofnæmi fyrir þeim efnum sem er eitthvað sem mér finnst hafa aukist til muna á síðustu árum og má líklega líka telja til að ég held að konur séu duglegri að kíkja til læknis og láta tékka á ofnæmi. Auk þess er fomúlan líka rík af E vítamíni sem nærir varirnar og hjálpar til við að vinna vá móti skemmdum sem hafa myndast vegna þurrks í vörunum.

Samtals eru til 8 litir í Laquer litunum og ég er nú þegar búin að setja tvo aðra liti á óskalistann minn einn dökkrauðan og annan ljós peach lit.

EH

Glossin sem ég skrifa um hér fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

100.000kr fyrir Líf!

Skrifa Innlegg