fbpx

100.000kr fyrir Líf!

Lífið Mitt

Alsæl í góða veðrinu arkaði ég niðrí útibú Landsbankans í Austurstræti í hádeginu til að leggja ágóðann úr Kolaportssölu síðustu helgar inná reikning Líf styrktarfélags. Samtals lagði ég 100.000kr inná reikninginn sem ég safnaði mest megnis með snyrtivörusölunni og svo lagði ég á móti hluta af því sem ég safnaði og loks bætti ég nokkrum hundrað köllum við svo upphæðin yrði akkurat:)

10603611_663569420395919_1550045553361521793_n

Mig langar að þakka ykkur innilega fyrir hjálpina og takk kærlega fyrir ykkar framlög. Sérstaklega þótti mér vænt um að hitta allar þær sem komu sérstaklega til að leggja sitt í söfnunina svo gaman að sjá hvað þetta spurðist hratt út. Ég fór í Kolaportið með tvo troðfulla IKEA kassa af snyrtivörum og kom heim með botnfylli í einum. Ég ætla svo aðeins að reyna að bæta í hann og athuga hvort mögulega konur sem sækja sér aðstoð í Konukot eða Kvennaathvarfið geti nýtt sér. Restina af fötunum gaf ég svo í Rauða Krossinn og vonandi er hægt að nýta þau.

Ef þið hafið tækifæri til að láta gott af ykkur leiða þá vona ég að þið grípið það – það er ótrúlega gaman að sjá að maður geti hjálpað og gert eitthvað gott. Með þetta hugarfar að vopni fór ég síðan núna fyrir stuttu inná heimasíðu Líf og gerðist Lífsfélagi – HÉR – en þá get ég valið mér fasta upphæð sem ég styrki félagið um í hverjum mánuði. Ef þið hafið tök á að gera slíkt hið sama þá skora ég á ykkur að skrá ykkur líka :)

En fyrir þá sem misstu af því afhverju Líf varð fyrir valinu hjá mér þá getið þið lesið um það HÉR.

Takk aftur kærlega fyrir stuðninginn hann er í alvörunni ómetanlegur fyrir mig <3

EH

Bleikt CC krem!

Skrifa Innlegg