fbpx

Kremin frá Clinique – BB vs CC

CliniqueÉg Mæli MeðmakeupMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Í sumar kom í sölu CC krem frá Clinique – nú er ég búin að prófa bæði BB og CC kremið frá merkinu og þá er komið að því að deila með ykkur niðurstöðunum mínum. Hver er munurinn á þessum kremum…. BB kremið frá Clinique hefur vakið mikla athygli hér á landi – það byggi ég á því sem ég heyri í kringum mig. Ég tengi það við góða orðsporið sem fer af vörunum frá merkinu. Eitt af því sem mér finnst styðja við gæðin á vörunum sjálfum eru umbúðirnar. Þær eru bara einfaldar og það ber kannski ekki mikið á þeim. Það er ekki verið að keppast við það að hafa vörurnar í athyglissjúkum umbúðum heldur er lagt upp með einfaldleikann.

BB kremið: Jafnar áferð húðarinnar og fyllir uppí ójöfnur eins og fínar línur og ör. Berið það á hreina húð – þið getið notað það eitt og sér eða undir farða og þá sem primer.

CC kremið: Jafnar húðlit þinn, dregur úr roða og þreytueinkennum í húðinni. CC kremið gefur húðinni fallegan ljóma og húðin lifnar við. Kremið er mjög létt í sér, það er olíulaust en gefur húðinni góðan raka – svo það hentar öllum húðtýpum. Eins og BB kremið þá getið þið notað CC kremið eitt og sér eða undir farða og þá sem primer.

Munurinn er í fyrsta lagi sá að ljósi liturinn í BB kreminu er ljósari en sá sami í CC kreminu hann er líka meira rauðtóna á meðan CC kremið er meira gultóna. CC kremið er léttara í sér sem skilar sér í náttúrulegri áferð á meðan BB kremið hylur mun betur og líkist þannig meira léttum farða. Báðar vörurnar eru með SPF 30 – sem er frábært. Það er ekkert minna mikilvægt að nota sólarvörn á veturnar en sumrin – þó svo að það sjáist ekki til sólar þá ná geislarnir í gegnum skýin.

En lykilmunurinn er auðvitað sá að BB kremið jafnar áferð húðarinnar og CC kremið jafnar hörundslitinn ykkar og dregur úr óvelkomnum litabreytingum í húðinni.

Nú er CC kremunum að fjölga á markaðnum svo það styttist í CC krema samanburð :)

EH

September Issue UK

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. Anna

  15. August 2013

  Ég keypti mér CC kremið um daginn, hef einmitt alltaf átt BB kremið þeirra…. og ég er að elska það :)

 2. Sara

  15. August 2013

  Er CC kremið þá betra en BB kremið fyrir þá sem eru með rósroða?

 3. Sara

  16. August 2013

  Er þá CC kremið betra en BB fyrir þá sem eru með rósroða? Hef átt BB kremið frá þeim og er mjög hrifin af því en finnst alltaf roðinn skína aðeins í gegn

  • Reykjavík Fashion Journal

   16. August 2013

   Ég hef einmitt verið að reyna að lesa mér til um það – og ég myndi segja það já. Ég þekki bara rósaroða ekki nógu vel en það er á leiðinni CC krem frá L’Oreal – verður komið í sept/okt í verslanir – sem inniheldur grænar litaragnir sem draga úr roða. Annars er ég mjög hrifin af þessu frá Clinique og þú ætti endilega að fá að prófa að bera það á húðina þína, það fæst t.d. í Hagkaup:) Svo er Clinique líka með snyrtivörulínu fyrir konur með rósaroða :)

   • Iris

    16. August 2013

    Nema að meikið í þeirri línu(Redness Solutions) er ekki til á Íslandi. Er búið að vera til í allavega ár í USA.

 4. Jónína

  18. August 2013

  mér finnst einmitt BB kremið í L’Oreal vera rosa rauðtóna. þarf að finna eitthvað sem er gultóna ætla að tékka á þessu CC kremi :D

 5. Guðbjörg Lára

  20. August 2013

  Kannski asnaleg spurning en.. Þegar þú talar um að bera kremið á hreina húð á maður þá ekki að setja dagkrem á sig áður? :)