Í sumar kom í sölu CC krem frá Clinique – nú er ég búin að prófa bæði BB og CC kremið frá merkinu og þá er komið að því að deila með ykkur niðurstöðunum mínum. Hver er munurinn á þessum kremum…. BB kremið frá Clinique hefur vakið mikla athygli hér á landi – það byggi ég á því sem ég heyri í kringum mig. Ég tengi það við góða orðsporið sem fer af vörunum frá merkinu. Eitt af því sem mér finnst styðja við gæðin á vörunum sjálfum eru umbúðirnar. Þær eru bara einfaldar og það ber kannski ekki mikið á þeim. Það er ekki verið að keppast við það að hafa vörurnar í athyglissjúkum umbúðum heldur er lagt upp með einfaldleikann.
BB kremið: Jafnar áferð húðarinnar og fyllir uppí ójöfnur eins og fínar línur og ör. Berið það á hreina húð – þið getið notað það eitt og sér eða undir farða og þá sem primer.
CC kremið: Jafnar húðlit þinn, dregur úr roða og þreytueinkennum í húðinni. CC kremið gefur húðinni fallegan ljóma og húðin lifnar við. Kremið er mjög létt í sér, það er olíulaust en gefur húðinni góðan raka – svo það hentar öllum húðtýpum. Eins og BB kremið þá getið þið notað CC kremið eitt og sér eða undir farða og þá sem primer.
Munurinn er í fyrsta lagi sá að ljósi liturinn í BB kreminu er ljósari en sá sami í CC kreminu hann er líka meira rauðtóna á meðan CC kremið er meira gultóna. CC kremið er léttara í sér sem skilar sér í náttúrulegri áferð á meðan BB kremið hylur mun betur og líkist þannig meira léttum farða. Báðar vörurnar eru með SPF 30 – sem er frábært. Það er ekkert minna mikilvægt að nota sólarvörn á veturnar en sumrin – þó svo að það sjáist ekki til sólar þá ná geislarnir í gegnum skýin.
En lykilmunurinn er auðvitað sá að BB kremið jafnar áferð húðarinnar og CC kremið jafnar hörundslitinn ykkar og dregur úr óvelkomnum litabreytingum í húðinni.
Nú er CC kremunum að fjölga á markaðnum svo það styttist í CC krema samanburð :)
EH
Skrifa Innlegg