fbpx

Kókosdraumur frá MAC

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMACMakeup Tips

Síðustu vikuna er ég búin að úða óspart í andlitið á mér sannkölluðum kókosdraumi! Ein af mínum uppáhalds fimm vörum frá MAC er Fix+ spreyið – ef þið hafið ekki enn prófað það þá er ég eiginlega smá öfundsjúk því það er alveg dásamlegt að prófa það í fyrsta sinn. En í dag mæta dásamlegu ilmandi útgáfurnar af Fix+ spreyinu í báðar verslanir MAC hér á landi…

Hér sjáið þið kókos gersemina mína!

kókosdraumur

Prep+Prime Fix+ Coconut

Spreyið dásamlega kemur nú með 5 mismunandi ilmum og ég þarf eiginlega nauðsynlega að eignast eitt annað. En það verður til Coconut, Rose, Lavander, Yuzy og Cucumber. Lavander er held ég alveg fullkomið fyrir mig, elska lavander ilm og hann hefur svo róandi áhrif á húðina og vitin og það er talað um að lavander ilmur hjálpi manni að sofa betur á næturna. Ég ætti kannski að fara að láta reyna á það!

En ef þið þekkið ekki Fix+ vöruna þá er hér um að ræða eitt af þessum fyrstu rakaspreyum sem eru orðin sífellt meira áberandi hjá mörgum förðunarvörumerkjum. Fix+ má nota á marga mismunandi vegu og þá t.d. til að fríska uppá húðina fyrir förðun, eftir förðun og bara svona yfir daginn. Spreyið er stútfullt af næringarríkum efnum og það er rakamikið svo húðin fær einhvers konar orkubúst og verður samstundis fallegri sem er einmitt það sem maður sækist eftir á morgnanna til að vekja húðina. Svo er ofboðslega fallegt að úða því yfir húðina þegar maður er búinn að mála sig en þá sest förðunin einhvern vegin betur. Fix+ spreyið getið þið líka notað til að gera svona nokkurs konar augnskugga úr pigmentum eins og ég gerði um daginn með Mixing Medium í Dior haustförðuninni. En Mixing Medium er Pro vara og fæst ekki í búðunum en þá kemur Fix+ til bjargar ;)

Ég er búin að nota spreyið mitt óhóflega mikið síðan ég fékk það og það er rosalega gaman að prófa svona ilmandi Fix+ sprey. Kókosilmurinn er léttur, hann er ekki yfirgnæfandi og ég lykta ekki af kókos allan daginn og ég finn heldur ekki lykt af kókos allan daginn. Ilmurinn hefur meira svona góð andleg áhrif á mann, bara eins og gott ilmvatn gerir.

Þessi sprey koma bara í takmörkuðu upplagi og miðað við spurningarnar sem ég er búin að fá og þær sem ég hef tekið eftir á Facebook síðum MAC hér á landi varðandi hvort þau séu að koma þá munu þau fara hratt. Ég þarf greinilega að hafa hraðar hendur í dag ef ég ætla að næla mér í annað.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Stjörnuvara YSL

Skrifa Innlegg