fbpx

Stjörnuvara YSL

AuguÉg Mæli MeðEyelinerFW15Lífið MittMakeup ArtistNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Ég er búin að vera að föndra mig áfram með allar dásamlega fallegu haustvörur snyrtivörmerkjanna. Ég er búin að taka smá fyrir af Dior línunni en nú er komið að YSL og stjörnuvöru haustsins frá merkinu – Kajal blýantinum sem fær mig til að líða eins og ég sé Carrie Bradshaw að taka mig til fyrir fallegt kvöld í Abu Dabi!

yslhaust8

Ég ákvað að fá innblástur fyrir förðunina frá vörunni sjálfri. Mig langaði að gera seyðandi og dramatíska kvöldförðun og ég held mér hafi tekist það vel. Ég lýsi förðuninni betur hér neðar. En ég fékk grænan Kajal liner og mig langar að hvetja ykkur til að hræðast ekki græna litinn hann kemur á óvart. Þessi er fullkominn fyrir konur með brún og græn augu og alveg svakalega haustlegur og fallegur. Græni liturinn þarf ekki að minna á eitthvað skrítið hann er svo mjúkur og fallegur og svo náttúrulegur á sinn hátt. Hér nota ég linerinn með brúntóna litum í dramatíska kvöldförðun þar sem Kajalinn er stjarnan!

yslhaust3

Couture Kajal Eyeliner í grænu

Hér sjáið þið þessa sjúklega flottu vöru. Mér finnst hönnun vörunnar framúrskarandi og mér þykir sérstaklega gaman hvað varan er einstök. Svona Kajal litir eru auðvitað til en þeir eru alls ekki algengir hjá merkjum og ég man nú ekki eftir neinum svona hjá stærstu merkjunum hér á landi. Eyelinerarnir koma í fjórum litum og ég er heilluð af þessum græna sem ég fékk og ég er svakalega ánægð með útkomuna.

Formúla Kajal linersins er mjög skemmtileg en þið getið notað hann á þrjá mismunandi vegu – alla vega eru þetta leiðirnar sem mér hefur tekist að nota hann með. Þið getið notað hann sem eyeliner, þið getið notað hann sem augnskugga (eins og ég geri hér) og þið getið notað hann til að gera smokey kajal áferð á augun (eins og ég geri líka hér). Formúlan er svakalega þétt og flott og það er mjög þægilegt að vinna með litinn og gera nákvæmlega það sem maður vill með hann.

Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið líka glitta í augnskuggapallettu línunnar sem er tryllt! Þið fáið að sjá þessa betur innan skamms.

yslhaust11

En svo ég segi ykkur nú hvað ég gerði. Ég byrja á því að grunna augnlokið með YSL augnskuggaprimernum sem er minn uppáhalds. Svo tók ég mattan brúnan lit úr ljósari 12 lita augnskuggapallettunni frá merkinu og setti yfir allt aunlokið og gerði smokey áferð á útlínur skuggans. Það gerði ég til að ná meiri dramatík um augun og til að ná að gera augnförðunina enn veglegri – þ.e. að gera fleiri lög í henni.

Svo tók ég kajalinn og setti þykkar línur meðfram augnhárunum báðum megin og nota svo bursta með stuttum hárum til að dreifa út litnum uppeftir augnlokinu. Svo tók ég bursta með aðeins lengri hárum, Base Shadow Brush frá RT, og blandaði litunum saman þ.e. kajalinum og augnskugganum og mýkti áferðina. Svo tók ég gylltan sanserðan lit úr augnskuggapallettunni og setti yfir mitt augnlokið. Undir auganu setti ég kajal linerinn og smudge-aði hann vel til og setti hann líka inní vatnslínuna allan hringinn og setti þannig síðasta touchið á förðunina. Svo er það blautur svartur eyeliner meðfram efri augnhárum og nóg af Volume maskaranum frá YSL!

yslhaust9

Ég er vandræðalega ánægð með þessa förðun og Kajal linerinn stóðst sannarlega mínar prófanir og mér finnst svakalega gaman að prófa mig áfram með hann og uppgötva nýjar leiðir til að nota hann.

Falleg haustförðun fyrir ljúfa kvöldstund sem ég skora á ykkur að leika eftir!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Barnið sefur vært í pappakassanum

Skrifa Innlegg