fbpx

Kinnalitur #6

DiorLúkkmakeup

Næsti kinnalitur á dagskrá er frá Dior. Liturinn heitir Tender Coral og er nr. 659.Liturinn er úr vorlínu Dior sem nefnist Chérie Bow og ég hef skrifað svolítið um. Það koma tveir keimlíkir litir í umbúðunum og þeim er hægt að blanda saman og ber svo á kinnarnar eða nota sitt í hvoru lagi svo er þriðji möguleikinn að nota þann dekkri beint á kinnarnar og setja þann ljósari fyrir ofan og skapa þannig þrívídd í kinnarnar svo þær standi meira út. Hann er ótrúlega léttur og gefur náttúrulegan roða. Þegar ég er að sjá hvort liturinn sé náttúrulegur miða ég við hvort þessar fáu freknur sem ég er með í húðinni eða fæðingarblettirnir mínir sjáist í gegnum litinn – því þó svo að ég roðna í kinnunum þá hverfa þeir ekki;)Kóral litir hafa verið mikið áberandi og hafa verið í nánast öllum vorlínum hjá þeim snyrtivörumerkjum sem ég nota hvað mest. Kóral liturinn fer að mínu mati öllum húðlitum og það er kannski ástæðan fyrir því hvað hann er fáanlegur víða því það eru allir sammála mér;) Virkilega fallegur litur frá einu af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum. Ég veit ekki hvort ég hef talað um það áður en mér finnst Dior vörurnar virkilega vandaðar. Stundum finnst mér þegar um er að ræða stór tískuhús að þá snýst allt um að vera með vörur í sem flestum vöruflokkum og sumt, oftar en ekki snyrtvörurnar frá merkjunum, fær að sitja á hakanum. Það finnst mér alls ekki eiga við Dior.

EH

Innblástur - Bjartar Varir*

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. LV

    21. March 2013

    Er algjört no no að það sjáist að maður sé með kinnalit ?

    • Nei alls ekki – það er algjört smekksatriði finnst mér – ég vil annað hvort að það sé eins og ég sé með náttúrulegan roða eða bara að hann sjáist extra vel – ekkert millibils tilvistarástand í boði ;D