fbpx

Kertaföndur – sýnikennsluvideo

HeimaföndurJólagjafahugmyndirLífið Mitt

Ég ákvað að taka aftur upp smá föndur fyrir jólin og halda áfram að gera kerti fyrir vini og vandamenn þar sem þau voru svo vinsæl í fyrra. Í ár ákvað ég svo að taka þetta skrefinu lengra og tók upp sýnikennslumyndband af því hvernig ég geri kertin mín.

Ég er aðeins búin að vera að stúdera kertin sem mér finnst henta best í kertagerðina. Eftir nokkrar rannsóknir urði kerti frá fyrirtæki sem heitir Gies fyrir valinu þau fást t.d. í Bónus og eru á virkilega fínu verði, þau eru lengi að brenna svo það má njóta þeirra lengi. Síðast þegar ég heyrði voru þessi uppseld hjá heildsölunni en þau voru að koma aftur – það er greinilegt að kertaföndrið mu halda áfram fyrir þessi jól svo ég hvet ykkur til að vera snemma í innkaupum fyrir jólaföndrið.

SONY DSC

Límin og pappírinn fékk ég í föndurbúðinni sem er í Holtagörðum – Föndurlist :)

Bætt við 11. nóv kl: 20:22 – ATH! Ég fékk ábendingu í gegnum póst frá starfsmanni föndurbúðarinnar Föndru um að fyrir síðustu jól hefði kviknað útfrá einhverjum kertum og var það tengt við Modpodge límið. Ég hef ekki lent í því en ég hvet ykkur eindregið til að hafa varann á og velja lím sem starfsmenn verslana mæla með. Sá starfsmaður mælti með lími sem kallast Kertzen Podge og fæst í Föndru m.a. – Það er alltaf gott að hafa varann á og passa að skilja aldrei eftir logandi kerti!

Mér fannst mjög fyndið að ljósmyndarinn sem tók af mér myndirnar fyrir viðtalið fyrir Lífið um daginn var sá sami og tók myndirnar af mér og kertunum fyrir ári síðan sem birtust í Fréttablaðinu – hann mundi eftir mér! “Já þú varst stelpan með kertin!” – ekki kannski alveg það sem ég sá fyrir mér að myndi gerast, þ.e. að ég myndi verða þekkt kertagerðarkona en mér finnst það dáldið skemmtilegt.

Í fyrra reyndi ég eftir bestu getu að svara öllum póstum og senda myndir á þá sem báðu um þær – ekki hika við að hafa samband við mig í gegnum ernahrund@trendnet.is.

HÉR sjáið þið svo myndasýnikennsluna sem ég gerði fyrir ári síðan.

EH

Dögg

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

14 Skilaboð

  1. Sigríður

    10. November 2013

    En hvar prentaru myndina á pappírinn? bara í venjulegan blekprentara?

    • Reykjavík Fashion Journal

      10. November 2013

      Já – bara að passa ef þú er með blekprentara þá getur blekið færst til þegar þú setur límið yfir myndina – það þarf ekkert að hafa áhyggjur af því þegar maður notar laser prentara :)

  2. Anna

    11. November 2013

    Hefuru alveg prófað að nota Mod Podge límið á kertin? Sá á fyrri “Heimaföndur” færslunni þinni að það skapaðist umræða þar að það væri eldhætta af þeirri tegund?! og sumur ráðlagt að nota það alls ekki! Ég bý nebblega í Hollandi og þetta er eina límið sem ég hef fundið enn sem komið er sem hentar í þetta! :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      11. November 2013

      Sko það virðast vera mjög skiptar skoðanir um það… en mér var ráðlagt í tveimur búðum að taka það lím en fyrst þegar ég byrjaði þá var það uppselt svo ég notaði hitt sem sést í myndbandinu Decupage límið. Það hefur reynst mér vel og ég notaði það á öll kertin mín í fyrra. En það eru náttúrulega til nokkrar tegundir af mod podge líminu þú þarft að passa að vera með rétta tegund sem er þessi sem gefur matta áferð. En það er náttúrulega góð regla að prófa alltaf límið áður en þú gefur kerti. Svo þarftu náttúrulega að passa uppá það að þekja myndina í lími svo það myndist húð yfir kertinu – það getur náttúrulega kviknað í pappírnum ef hann er ekki þakinn lími:)

  3. Gígja

    11. November 2013

    Ótrúlega flott og miklu auðveldara ad sjá myndband enn að lesa hvernig maður gerir :-)
    En hvar færðu myndirnar ?? Er það bara google ??

    • Reykjavík Fashion Journal

      11. November 2013

      Jebb bara google – ég fer svo alltaf inná myndabankann á favim.com og leita þar eftir leitarorðum :)

  4. Vala Dögg

    11. November 2013

    Frábært video, á svo sannarlega eftir að nýta mér það. Ég er hins vegar búin að googla Föndurbúðina, Skútuvogi og leita á ja.is en finn hana ekki. Langar svo að kaupa akkúrat þetta lím sem þú notar (decoupage) ;)
    Er líka búin að googla allar föndurbúðirnar en finn það ekki, keyptiru það kannski í fyrra ?

  5. Jenny

    11. November 2013

    Límið sem mælt er með að nota núna heitir kerzen potch og er sérstaklega eld þolið lím :)

  6. Renata

    16. November 2013

    Notaði leiðbeinigar hjá þér , keypti nýja límið kerzen potch og kertaþappír í A 4, og það er rétt hjá þér, að kerti úr Bónus eru bestir, mátti spara mér sporið og fara beint þar :D :D takk fyrir mig, er núna með kerti sem eru svo æði !

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. November 2013

      Frábært að heyra! En já það er snilld að vita af góðum kertum bara í matvöruverslunum. Þessi kerti fást víst líka í t.d. Krónunni og Nóatún. Æðislegt að þurfa ekki að gera sér sérferð neitt heldur bara kaupa þau um leið og aðrar nauðsynjar fyrir heimilið! Njóttu fallegu kertanna þinna :)

  7. Sigurbjörg

    17. December 2013

    Frábær hugmynd! En er nauðsynlegt að setja lím utan á kertið líka?