fbpx

Dögg

Ég Mæli MeðHúðJólagjafahugmyndirSnyrtivörur

Ég hef nú aðeins reynt að kynnast betur náttúrulegum snyrtivörumerkjum og reynt að kynna þau sem mér líst á fyrir lesendum. Vörurnar frá Sóley eru þær sem eru í mestu uppáhaldi og þegar ég hitti Sóley sjálfa í sumar og ræddi við hana um merkið og vörurnar sagði hún mér frá því að það væru nýjungar væntanlegar frá henni í haust. Fyrir helgi var efnt til smá veislu til að kynna þessar nýjungar.

En það er krem sem nefnist Dögg og er létt og þæginlegt rakakrem. Ég hef prófað Eygló kremið líka og það er aðeins þykkara eða feitara. Dögg er mun léttara í sér. Hér er smá texti úr kynngingunni fyrir kremið:

„Hreint, lífrænt rakakrem sem nærir og mýkir þreytta og þurra húð. Létt rakakrem, fullt af andoxunarefnum sem örva endurnýjun húðarinnar og gefa hraustlegt útlit. Dögg andlitsraki inniheldur kraftmiklar, handtíndar, villtar íslenskar jurtir sem græða og vernda húðina.“

Ég fékk prufu af kreminu og það gefur þæginlega tilfinningu, mér líður vel í húðinni þegar ég ber það á mig. Mér fannst ilmurinn af kreminu þó mjög sérstök – hún er frískleg og mér fannst hún svona smá hjálpa mér að vakna… Andlit vörunnar er leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir.

Svo er það Lind næring sem er hárnæring sem hún Sóley er búin að vera að þróa í smá tíma og dáldið í samstarfi við spa-ið – Sóley Natura Spa. Mér fannst mjög gaman þegar ég talaði við Sóley fyr í sumar hvernig hún lýsti því hvað hún væri búin að leggja mikla rannsóknarvinnu í hárnæringuna og hún var ekki tilbúin til að láta hana á markaðinn fyr en hún væri ánægð með formúluna. Þar komst ég að því hvað hún leggur ótrúlega mikla vinnu í hverja og eina vöru og henni er annt um merkið sitt og er greinilega ekki tilbúin að senda frá sér vöru sem henni finnst ekki nógu góð. Heldur vinnur hún áfram í því að betrumbæta vörurnar þangað til hún er ánægð með þær.

Ég leyfi nokkrum myndum úr veislunni að fylgja með færslunni.

Ég hvet ykkur eindregið til að prófa vörurnar hennar Sóleyjar, þær eru líka tilvalin jólagjöf fyrir þær konur sem eiga allt og er erfitt að velja gjafir fyrir. Ég hef bara gott að segja um þessar vörur :)

EH

Verkefni...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Sunna

  11. November 2013

  Ú, spennandi! Ég hef ekki heldur séð Lind sjampóið áður, er það ekki líka nýtt? Ég á Lind sturtusápuna og finnst dásamleg lykt af henni. Hlakka til að prófa!

  • Reykjavík Fashion Journal

   11. November 2013

   Ég held ekki… ég hef alla vega prófað það í sundlauginni á Laugavatni þar sem er boðið uppá vörur frá Sóley í sturtunni :)