Leikurinn er í samstarfi við mína uppáhalds skóbúð – Bianco sem gefur alla vinninga <3
UPPFÆRT!
Hér fyrir neðan finnið þið nöfn sigurvegaranna. Mig langar að taka það fram að allir sigurvegarar eru dregnir út af handahófi, ég styðst við random number generator og tel mig svo í gegnum athugasemdirnar þar til ég kem að þeirri sem vélin valdi. Ég vil taka þetta fram því kannski áttar einhver sig á því að önnur þeirra sem vann er mín besta vinkona – en engin brögð eru í tafli og þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist á rúmum 4 árum og ótal gjafaleikjum. En það væri nú voða leiðinlegt ef vinkonur mínar gætu aldrei unnið í gjafaleikjunum mínum.
Takk kærlega allar sem tóku þátt í leiknum og ég vona að þær sem unnu njóta hlýjunnar sem skórnir munu án efa færa þeim! Berglind og Íris – skórnir bíða ykkar í Bianco Kringlunni***
– EH
Jæja þá er það síðasti leikurinn fyrir jól, eða það held ég alla vega, allt í einu er hausinn að verða alveg tómur og ég ætla að njóta næstu daga í ró og næði með þó smá bloggfærslum svo þið losnið ekki alveg strax við mig elskur***
En mig langar að byrja á því að þakka kærlega fyrir þáttökuna í Real Techniques leiknum á síðunni minni og bjóða nýja fylgjendur um leið hjartanlega velkomna. Er nokkuð meira við hæfi en að skella þá í einn nýjan gjafaleik og nú með yndislegum nýjum inniskóm sem eru tilvaldir fyrir kósýheit um hátíðina.
Ég er sjálf alveg ofboðslega heimakær týpa, ég vil helst bara vera heima hjá mér í náttfötum og hafa það kósý með fjöslkyldunni yfir jólin. Ég fer helst ekkert út nema ég neyðist til þess og við tökum annan mjög hátíðlega þar sem það eru engin jólaboð svo við ætlum ekkert út – eða það er alla vega planið núna. Svo þá ætla ég að vera í nýjum náttfötum og þessum fínu og hlýju inniskóm sem halda hita á táslunum en hér hjá okkur er smá gólfkuldi svo það er nauðsynlegt að vera í svona hlýjum skóm.
Við mæðgin á yndislegri stundu…
Ef þig langar í fallega inniskó frá minni uppáhalds Bianco þá máttu…
1. Smella á LIKE við þessa færslu og deila henni áfram á Facebook.
2. Setja í athugasemd við þessa færslu í hvaða stærð þú vilt skónna (ég tók mína einu nr.-i stærri uppá að hafa þá rúma og meira kósý) og endilega deildu með mér þínu uppáhalds jólalagi!
3. Svo megið þið kíkja inná BIANCO ICELAND á Facebook og skilja eftir like ef þið hafið áhuga á að fylgjast með!
Ég dreg svo tvær heppnar dömur sem fá þessa yndislegu inniskó að gjöf frá mér og Bianco með þökk fyrir frábært ár sem er senn að líða og von um kósý jól***
Erna Hrund
p.s. mitt uppáhalds jólalag er þetta hér!
og þetta…
Jólin mín koma ekki án hinnar yndislegu, hæfileikaríku, einstöku og einnar flottustu fyrirmyndar í heimi, Eddu Heiðrúnar***
Skrifa Innlegg