NEW IN: LOÐINNISKÓR

LOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Ég var svo heppin að fá par af nýju loðinniskónum frá merkinu Bocanegra en það er nýtt merki í GS SkómÉg valdi mér svarta einfalda en loðnir inniskór hafa lengi verið á óskalistanum.. Skórnir komu einnig í bleiku, beige & blönduðum lit sem eru mjög sérstakir & flottir! Einnig er hægt að kaupa með þykkari botn en ég valdi mér þynnri. Skórnir eru mjög ódýrir en þeir kosta 6.995 kr. Ég get ekki beðið eftir að klæðast þeim á Spáni í næstu viku… Hlakka til að sýna ykkur myndir frá þeirri ferð – endilega fylgist með mér á Instagram @sigridurr.

xSokkarnir eru frá Lindex..
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

Jólagjöf til þín frá mér? Hlýjir heimaskór

BiancoJól 2015JólagjafahugmyndirLífið Mitt

Leikurinn er í samstarfi við mína uppáhalds skóbúð – Bianco sem gefur alla vinninga <3

UPPFÆRT!

Hér fyrir neðan finnið þið nöfn sigurvegaranna. Mig langar að taka það fram að allir sigurvegarar eru dregnir út af handahófi, ég styðst við random number generator og tel mig svo í gegnum athugasemdirnar þar til ég kem að þeirri sem vélin valdi. Ég vil taka þetta fram því kannski áttar einhver sig á því að önnur þeirra sem vann er mín besta vinkona – en engin brögð eru í tafli og þetta er í fyrsta sinn sem þetta gerist á rúmum 4 árum og ótal gjafaleikjum. En það væri nú voða leiðinlegt ef vinkonur mínar gætu aldrei unnið í gjafaleikjunum mínum.

Screen Shot 2015-12-23 at 11.34.45 AM Screen Shot 2015-12-23 at 11.35.15 AM

Takk kærlega allar sem tóku þátt í leiknum og ég vona að þær sem unnu njóta hlýjunnar sem skórnir munu án efa færa þeim! Berglind og Íris – skórnir bíða ykkar í Bianco Kringlunni***

– EH

Jæja þá er það síðasti leikurinn fyrir jól, eða það held ég alla vega, allt í einu er hausinn að verða alveg tómur og ég ætla að njóta næstu daga í ró og næði með þó smá bloggfærslum svo þið losnið ekki alveg strax við mig elskur***

En mig langar að byrja á því að þakka kærlega fyrir þáttökuna í Real Techniques leiknum á síðunni minni og bjóða nýja fylgjendur um leið hjartanlega velkomna. Er nokkuð meira við hæfi en að skella þá í einn nýjan gjafaleik og nú með yndislegum nýjum inniskóm sem eru tilvaldir fyrir kósýheit um hátíðina.

heimaskor

Ég er sjálf alveg ofboðslega heimakær týpa, ég vil helst bara vera heima hjá mér í náttfötum og hafa það kósý með fjöslkyldunni yfir jólin. Ég fer helst ekkert út nema ég neyðist til þess og við tökum annan mjög hátíðlega þar sem það eru engin jólaboð svo við ætlum ekkert út – eða það er alla vega planið núna. Svo þá ætla ég að vera í nýjum náttfötum og þessum fínu og hlýju inniskóm sem halda hita á táslunum en hér hjá okkur er smá gólfkuldi svo það er nauðsynlegt að vera í svona hlýjum skóm.

biancoskor

Við mæðgin á yndislegri stundu…

Ef þig langar í fallega inniskó frá minni uppáhalds Bianco þá máttu…

1. Smella á LIKE við þessa færslu og deila henni áfram á Facebook.
2. Setja í athugasemd við þessa færslu í hvaða stærð þú vilt skónna (ég tók mína einu nr.-i stærri uppá að hafa þá rúma og meira kósý) og endilega deildu með mér þínu uppáhalds jólalagi!
3. Svo megið þið kíkja inná BIANCO ICELAND á Facebook og skilja eftir like ef þið hafið áhuga á að fylgjast með!

Ég dreg svo tvær heppnar dömur sem fá þessa yndislegu inniskó að gjöf frá mér og Bianco með þökk fyrir frábært ár sem er senn að líða og von um kósý jól***

Erna Hrund

p.s. mitt uppáhalds jólalag er þetta hér!

og þetta…

Jólin mín koma ekki án hinnar yndislegu, hæfileikaríku, einstöku og einnar flottustu fyrirmyndar í heimi, Eddu Heiðrúnar***

Heima er best!

BiancoLífið MittMömmubloggTinni & Tumi

Stuttu eftir að þessar myndir í færslunni voru teknar vorum við mæðginin á leiðinni uppá spítala og seinna kom í ljós að litli kútur var með þvagfærasýkingu. Við lágum inni á Barnaspítala Hringsins í fjóra daga á meðan bakterían var greind og litli kútur fékk sýklalyf í æð. Við komum heim á mánudaginn með sýklalyfja skammt sem við gefum honum og hann er að verða betri með hverjum deginum sem líður. En ég verð nú að viðurkenna að það lagðist ekkert sérstaklega vel á móðurina að fara enn einu sinni inn á spítala á þessu ári – en ég hugga mér við að ég veit hvar allir bestu sjálfsalarnir eru í byggingunni ;)

En rétt áður en við fórum áttum við smá kósý kúr stund uppí sófa.heimskór2

Ég elska haustin, það er svona kuldi útí en snjórinn er ekki kominn, skammdegið er mætt og maður getur farið að ilja sér við kertaljós og heitan te bolla svona rétt fyrir svefn. Ég er svona aðeins að reyna að draga úr kaffidrykkju á kvöldin en það er að reynast mér erfitt, ég er algjör kaffifíkill og sést sjaldan án kaffibolla í hönd. En teið frá Tefélaginu er alveg dásamlegt, ég viðurkenni fúslega að ég tapaði smá tedrykkju áhuganum í sumar en nú finnst mér hann kominn aftur – hann fylgir greinilega haustinu.

Svo lifi ég í þessum yndislegu inniskóm heima hjá mér. Það er nefninlega smá gólfkuldi hjá okkur þar sem við erum á jarðhæð en það laast vonandi þegar við setjum hita í gólfin en þá er tilvalið að vera í fóðruðum inniskóm eins og þessum – æðisleg jólagjöf líka. Ég tók þá í númeri stærra en ég er vön svo þeir væru dáldið rúmir.

Eins og er erum við ekki með neitt stofuborð, við höfum ekki fundið það fullkomna sem við erum bæði sammála um og ég er reyndar bara farin að kunna ágætlega við að vera án þess. Það er allt í einu svo mikið pláss inní stofu, gólfpláss fyrir strákana að leika sér á. Svo ég brá á það ráð að kaupa einfalda og ódýra bakka inní Blómaval. Ég keypti tvo svona hvíta í mismunandi stærðum og legg þá svo bara í sófann hjá mér og þar hvílir kaffibollinn eða núna tebollinn. Sniðug lausn sem hentar þó kannski ekki alveg öllum :)

heimskór

Inniskór: Bianco
Náttbuxur: F&F
Bolli: Design Letters ég fékk minn í Hrím
Bakki: Blómaval
Te & Tekanna: Tefélagið

Mæli eindregið með þessum fallegu inniskóm, þeir eru á svakalega góðu verði og svo er auk þess 25% afsláttur af skóm í Bianco í dag útaf Miðnætursprengjunni í Kringlunni!

Ég ætla svo sannarlega að njóta þess að eiga fleiri svona kósýstundir uppí sófa næstu vikurnar þar sem Reykjavík Makeup Journal fer í prent í dag og það er alltaf smá léttir.

Erna Hrund