Þegar ég var lítil fengum við systkinin alltaf jóladagatal Rúv. Ég man að ég hlakkaði alltaf til að vakna á morgnanna í desember til að sjá hvað leyndist á bakvið næsta gluggann í dagatalinu.
Nú á mínum fullorðinsárum finn ég að mig langar eiginlega dáldið í jóladagatal – þó ekki þetta á Rúv, ekki nema það sé Pú og Pa (besta jóladagatal í heimi!). Nei nú langar mig í snyrtivörujóladagatal. Það eru nokkur merki sem koma með jóladagatöl á hverju ári en hingað til hefur ekkert þeirra ratað til landsins. Ég bind því vonir um að ná kannski einu á uppsprengdu verði á eBay…
Það dagatal sem er efst á óskalistanum sjáið þið hér fyrir neðan. Það er frá merkinu Benefit sem er snyrtivörumerki sem einhverjar ykkar ættu að kannast við. Ég veit ekki hvort þið trúið því en ég hef ekki enn prófað neinar vörur frá merkinu og þess vegna er upplagt að fá svona dagatal og fá að prófa vörurnar almennilega.
Mér finnst þetta ótrúlega spennandi – ef ég eignast svona veit ég þó ekki hvort ég geti setið á mér og opnað bara einn glugga á dag…. ;)
EH
Skrifa Innlegg