fbpx

J’adore Dior*

Nú er kominn í sölu nýr ilmur frá Dior. Það ættu margar að kannast við j’adore ilmina sem Charlize Theron situr í auglýsingum fyrir. En þetta er voile de parfum sem þýðir að þetta er léttur ilmur svo þetta er léttari útgáfa af upprunalega j’adore ilminum – flottur sumarilmur.

Ég myndi lýsa ilminum sem léttum blómailmi en mest áberandi í toppnótunum er damaskus rósin sem er blóm sem vex í Tyrklandi go Búlgaríu. Hjartað samanstendur af blóminu Iris sem vex í Tuscany héraðinu og í aðalhlutverkinu í grunnótunum er „white musk“.
Hönnun flöskunnar er tímalaus en ilmurinn hefur komið út frá árin 1999 í nokkrum mismunandi útgáfum. Ilmurinn er ljósbleikgylltur á litinn sem tónar fallega við gyllta flöskuhálsinn.

Mér finnst ofboðslega skemmtilegt að lesa mér til um söguna á bakvið hugmyndina og þegar kemur að Dior þá tengist nánast allt við línuna sem Christian hannaði árið 1947 – The New Look. En með henni vildi hann að líkami konunnar myndi njóta sín – áherslan var lögð á að kvenlegar mjaðmir og barmur fengju að njóta sín en það má sjá töluna 8 útúr hönnuninni – það sama gildir um flöskuna fyrir j’adore ilminn. Nafnið á ilminum kemur einni frá Christian Dior en þegar hann virti fyrir sér fallegu kjólana sem hann hafði hannað lét hann oftar en ekki frá sér ummælin „j’adore“ – ég fyllist svona sæluhrolli þegar ég les um svona skemmtilega hluti. Dior er eitt af mínum uppáhalds merkjum og eitt af því sem ég kann sérstaklega vel að meta er hvernig þeir ná að gera allt svo vel – fötin, aukahlutirnir, ilmirnir og snyrtivörurnar allt er svo vandað.

Charlize Theron er andlit ilmsins og þessi mynd birtist í herferð sem var tekin þegar Eau de toilette ilmurinn kom út ég fann nú ekki neina mynd sem er tengd sérstaklega við þessa týpu. Mér finnst svo fallegt hálsmenið sem hún er með en þetta er að sjálfsögðu bein tenging við flöskuhálsinn. Svo er allt svo fallegt í kringum hana og sérstaklega förðunin, gylltir tónar í förðun eru svo hlýjir að mínu mati og klassískir. Hér fyrir neðan sjáið þið sjónvarpsauglýsinguna sem var einnig tekin upp við sama tilefni og ljósmyndin hér fyrir ofan. Þar sjáið þið frægar stjörnur eins og Marilyn Monroe bregða fyrir, dásamlega Dior kjóla og að sjálfsögðu Dior snyrtivörur.

Móðir mín er sérstaklega hrifin af  ilminum og mig grunar að það stefni í það að þessi verði hennar sumarilmur í ár – pabbi er meirað segja búinn að samþykkja hann;)

EH

Varalitadagbók #12

Skrifa Innlegg